Samúðar og óttaiðnaður í sókn

Baráttan um völd og peninga undir yfirskini manngæsku heldur áfram, hinar sístækkandi starfsstéttir athvarfa þurfa nú meira fé og umfjöllun til að tryggja sér aðföng.

Nú skal SÁÁ rifið til grunna ef þarf svo hægt sé að ná bita í búin, hefðbundinn aðför með vafasama fræðimenn fullyrðinga í fararbroddi og svo kemur fjölmiðlastóðið í slóð brauðmola.

Minnir um margt á óttaiðnaðinn sem hefur gert út á fjölmiðlana sem eru oftast ekki að spyrja ef þeim tekst að selja, ótrúlega líkir ódýrum hórum sem taka víst öllu fyrir fé því sjálfsvirðingin er enginn.

Mér finnst botninum á mannlífinu náð með því að rífa sundur traustið og samhjálpina í samfélaginu, með því að salta óttans salti í sárin og koma svo sem engill samúðarinnar fram í fjölmiðlum.

Er hægt að leggjast neðar en þetta, hefur aldrei hvarflað að fólki að efna til málþings og ræða málin af þekkingu og yfirvegun þar sem fleiri sjónarmið fá aðkomu.

Að safna saman rekjanlegri og staðfestri þekkingu til að greina faglega þessa hættu og þessar ógnir sem verið er að ala á alla daga, er verðugt verkefni fyrir stjórnvöld og háskólasamfélagið.

Veit ekki til þess að verið sé að gera slíkt, enda hverfur oftast óvinurinn við fræðslu og aukna vitneskju sem þýðir þá horfinn rekstrargrundvöll fyrir samúðar og óttaiðnaðinn.

Líklega eru óvandaðir fjölmiðlar samt mesta samfélagsógnin þegar upp er staðið.


mbl.is Notfæra sér konur í meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband