Sunnudagur, 4. mars 2007
Sviðnar rætur
Í gegn um tíðina höfum við lifað og hrærst með náttúruöflunum, og velferð okkar hefur byggst á að afla fiskjar og eða ná heyinu í hlöðu, til að lifa veturinn af og geta selt vörur úr landi.
Nú getum við lifað af vetrar hörkur og rigningartíð, án mikillar fyrirhafnar og selt iðnvarning og hugvit úr landi, ásamt hefðbundnum vörum.
Við viljum samt meira og meira, til að geta stækkað flatskjáinn, farið oftar á sólarströnd og átta allar nýjustu græjurnar og bílana.
Spurningin sem við þurfum að spyrja okkur um og leita svaravið er:
Hvenær eigum við nóg af dóti og hvað erum við tilbúin að fórna miklu fyrir dótið okkar.
Að lífinu loknu fer ekkert okkar með allt dótið með sér, og við erum öll grafin í sömu moldu, hlið við hlið.
Erum við tilbúin til að virkja öll fallvötn og stilla upp gufuaflsvirkjunum á öllum orku svæðum, viljum við fylla landið af stóriðjuverum og breita landinu í vinnubúðir láglaunafólks.
Viljum við breyta samfélaginu í litla útgáfu af Ameríku, gera ríka ríkari og fátæka fátækari.
Viljum við fara svona hratt, liggur lífið við?
Er græðgin góður HÚSBÓNDI, og kærleikurinn bara bull?
Spyr sá sem ekki veit, eða hvað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.3.2007 kl. 20:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.