Sunnudagur, 25. maí 2014
Ráðherra hvetur til lögbrota
Finnst þetta ekki flókið mál, Landbúnaðarráðherra sem er hluti framkvæmdavalds neita að hlýða lögbundnum fyrirmælum frá Alþingi.
Lög frá Alþingi eru ekki konfektmolar í öskju þar sem maður má velja úr það sem manni hentar
Á almennum vinnumarkaði er það að hlíða ekki löglegum fyrirmælum yfirmanns talið jafngilda uppsögn, það er því tilvalið að skipa annan starfsmann í embættið og senda málsmeðferð fyrir Landsdóm
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
1944 nr. 33 17. júní
14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál
Lög um ráðherraábyrgð
1963 nr. 4 19. febrúar
1. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum eftir því sem fyrir er mælt í stjórnarskrá og lögum þessum.
Ákvæði almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi taka einnig til ráðherra eftir því, sem við getur átt.
2. gr. Ráðherra má krefja ábyrgðar samkvæmt því, sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum, fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hefur orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefur annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu.
Ráðherrann vísar til jafnræðisreglu og tala um aðlögunartíma fyrir svínabændur sem eru flestir komnir inn í fyrirtækjarekstur, en ef þau rök eiga að halda verður einnig að gera það sama við alla innleiðingu annarra laga framvegis.
Ráðherrann hefur ekki neinn rétt né vald til slíkra hluta, löggjafavaldið er hjá Alþingi
Til hvers er Alþingi ef lög þaðan eru álitin leiðbeinandi tilmæli af Framkvæmdavaldi og ekkert annað.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Löggæsla, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 19:43 | Facebook
Athugasemdir
já - þetta eru mjög undarlega viðhorf hjá ráðherra. greinilega ekki sama jón og séra jón sýnist mér.
Rafn Guðmundsson, 25.5.2014 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.