Stóri feluleikurinn

Hér á okkar fagra landi er margt gott og mannbætandi en líka sumt þreytandi og mannskemmandi.

Vertu gott fordæmi

 

Þar ber að mínu mati hæðst hræsnin, afneitunin og feluleikurinn á raunveruleikanum.

Ég er þá að tala um þá áráttu að fela eða banna allt sem er óþægilegt og ekki samræmist pólitískri rétthugsun tímans.

Við bönnum vændi og hrekjum það í felur sem virkar eins og beinn fjárstuðningur við undirheima.

Við bönnum öll fíkniefni sem líka virkar sem rekstrarstuðningur við glæpaiðnaðinn og eltumst við neytendur sem eru oftast þarfnast hjálpar en ekki refsingar

Við skiptum um heiti á vandamálum eða hlutum sem valda óþægilegum tilfinningum og bönnum orðanotkun, eins og einhver hlusti á slíkt.

Það má ekki nota sum orð eða segja til dæmis fáviti, niggari eða fjölmörg önnur orð sem mætti telja upp en eru álitin meiðandi eða særandi að mati sumra

Það leysir ekkert að tala ekki um það sem þarf að ræða eða skipta út orðum til að hylja meininguna.

Vilji fólk takast á við fordóma eða vandamál er eina raunhæfa leiðin sú að ræða hlutina, en ekki að þagga þá niður með gífuryrðaflaumi og fela með orðaleikjum eða grafa utan opinberrar vitneskju.

Við komumst ekkert áfram með afneitun á raunveruleikanum eða fordæmingu á skoðunum annarra, við hjökkum bara áfram í fúkyrðafeni athugasemda.

Andið, skýrið ykkar sjónarmið og við finnum skinsamar lausnir saman þar sem allir gefa eftir og enginn sigrar en friður helst og sátt skapast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband