Fimmtudagur, 25. september 2014
Með allt niður um sig
Það er ótrúlegt að núna fyrst sé verið að dreifa mælum þegar töluvert er liðið á gos og í stað þess að setja upp fasta mæla upp á heiðum sem hringi inn ástandið, eigi að láta lögregluþjóna skottast um með mælana í vasanum.
Hélt að niðurskurður hefði fækkað lögreglumönnum svo mikið að ekki væru til lausamenn í vísindaleik.
Ef menn hefðu lesið gamlar heimildir um eldri gos væri löngu búið að setja upp mælanet ofan við byggð en ekki inn í byggð, það er ekkert nýtt að gerast og til skammar að það hafi verið mælar hjá ALCOA sem greindu þetta fyrst fyrir slysni.
Yfirvöld og stjórnmálamenn hafa verið sem sofandi larfar, uppteknir við að taka selfie í samhæfingarmiðstöð og fá mynd af sér í þyrlu við að skoða aðstæður þó mér vitandi hafi þeir enga þekkingu til að meta aðstæður né sé þörf á að þeir leiki sér á þyrlu eins og litlir strákar í dótakassa.
Þetta er víst gert í útlöndum að eyða miljónum af almannafé í ímyndasköpun stjórnmálamanna í stað þess að kaupa búnað fyrir peningana, og dreifa sem næst hugsanlegum notkunarstað.
Trú mín á getu yfirvalda til að takast á við vandan er nánast enginn en ég hef hinsvegar tröllatrú á flestum starfsmönnum hinna vinnandi stofnana og fyrirtækja ríkisins.
Við skulum vona að stjórnmálamenn hafi vit á að láta þá um undirbúning og framkvæmd aðgerða, en selfie leikurinn og sviðsettu viðtölin verði bundin við sjálfhverfu Action Man drengina.
Þetta er ekki fyrsta né síðasta gos á Íslandi og rétt að skoða sögu og reynslu fyrri atburða, nú þegar hefur þetta haft töluverð áhrif á heilsu fólks á svæðinu og dæmi um brottflutning af heilsufarsástæðum eru til staðar.
Vilja viðbragðsáætlun fyrir Austurland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Löggæsla, Umhverfismál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.