Þriðjudagur, 13. mars 2007
Töpuð þekking og fjármunir
Að kasta miljörðum Kvenær rennur sá dagur upp að einhver sest niður og reiknar þau verðmæti sem eru falinn í einstaklingi. Einstaklingur með grunnskóla menntun, sem hefur verið virkur á vinnumarkaði í 40 ár er í dag metinn lítils. Einstaklingur sem hefur setið á skólabekk í 20 ár, án nokkurrar starfsreynslu. er líklega með margföld laun hins, frá fyrsta starfsdegi. Munurinn á einstaklingunum er sá að annar var stöðugt mataður af upplýsingum, en hinn fékk leiðbeiningar og vann svo störfin sem hinum var sagt frá. Kannski ekki rétt orðað, eða hvað? Ef við látum kennara votta þá þekkingu og reynslu sem sá ómenntaði býr yfir, verður hann þá mennta maður? Liggur munurinn í vottun kennarans, á þekkingunni. Og þá á hvaða þekkingu og reynslu? Ef við skoðum þá reynslu og þekkingu sem eldri einstaklingur hefur safnað að sér, þá sjáum við stundum ekki, né skiljum, hvílík verðmæti þar leynast í raun. Tökum dæmi: Maður/kona sem kláraði grunnskóla 1960, fór á vinnumarkað í nokkur ár, en stofnaði því næst eigið fyrirtæki, byggði það upp en seldi síðar og fór aftur sem launamaður á vinnumarkaðinn. Hann/hún er í raun búin að klára viðskiptafræðina og hluta af lögfræðinni í verklegu námi, og gæti líka talist verið búin með töluverðan hluta af námi hinna ýmsu iðngreina í verklegu námi. Þessi einstaklingur telst ómenntaður í dag, sökum skorts á vottun frá kennara, sem jafnvel gæti ekki kennt honum það sem hann/hún kann nú þegar, og hefur reynt að eigin raun. Það er skömm, að miljarða verðmæti af þekkingu og reynslu, sé ýtt til hliðar vegna skorts á vottun þekkingar, sem margt af þessu fólki hefur þegar sannað getu sýna í. Það ætti að koma upp sem fyrst starfssemi matsstofu, þar sem til þess hæfir aðilar, gætu lagt mat á reynslu og þekkingu þeirra sem þess óskuðu, og vottað hana, þannig að þeir sem vildu fá sig metna, gætu farið í frekara nám, og eða framvísað staðfestri þekkingu sinni, sem aflað hefði verið utan skólabekkja. Þannig gætum við virkjað þessa þekkingu og safnað, í stað þess að hafna henni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.4.2007 kl. 09:11 | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þessu Þorsteinn. Tel sjálfan mig í hópi "menntaðri" manna en ég fæ stimpil fyrir. Takk fyrir þessa ábendingu í innleggi þínu á síðu Baráttusamtakanna þar sem hún vakti athygli mína.
Haukur Nikulásson, 9.4.2007 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.