Hver stjórnar þessu landi?

Er það svo að embættismenn eins og Ríkislögreglustjóri og Forstjóri Landhelgisgæslu eru að njósna um Íslenska ríkisborgara, og um það sem gerist innan okkar lögsögu fyrir erlendar leyniþjónustur gegn greiðslu í vopnum. 

Landhelgisgæslan fyrir Norðmenn og Ríkislögreglustjóri fyrir Bandaríkjamenn. 

 

Geta þessir menn bara komið sér upp vopnuðum og hervæddum sveitum að eigin geðþótta?

Er verið að endurtaka valdaránið sem Jörundi Hundadagakonungi mistókst, eru fullorðnir menn látnir komast upp með að vera hér í stríðsleikjum á kostnað skattborgara.

Kusum við einhvern flokk sem boðaði hervæðingu lögreglu og landhelgisgæslu, ásamt viðvarandi æfingarflugi erlendra herþotna fyrir okkar skattfé.

Kusu kjósendur virkilega flokk sem hefur sett ógæfu mann í ráðherraembætti, mann sem fer um heiminn og biður á hnjánum um að fá að vera með í hóp sem er að myrða óbreytta borgara út um allan heim.

Er það virkilega svo að Ísland er orðið boðberi ófriðar og átaka, frekar en friðar og sáttaumleitana.

Báðu kjósendur um að Ísland yrði óttavætt með njósnum og hervæddri lögreglu?

Fyrir stuttu var geðfatlaður maður skotin af lögreglu í atburðarás sem einkenndist af fáti og viðvaningslegum flumbrugang, er ekki betra að læra af þeim atburð en fjölga slíkum.

Er ekki skrítið að núna er afbrotum hefur fækkar mikið eigi að hervæða lögreglu, man einhver til þess að lögreglumaður hafi verið skotin á Íslandi?

Er þetta það land sem við viljum erfa komandi kynslóðir af? 

Er það svona sem við viljum skila þeim arfi kynslóðanna sem okkur var trúað fyrir, skaddaðri náttúru sökum græðgi og óttavæddri þjóð.


mbl.is Leynd yfir byssum engum til góðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Þorsteinn !

Vel mælt: af þinni hálfu.

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem endranær /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2014 kl. 22:07

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er nú samt bót í máli að Norðmenn áttu ekki fallbyssur sem þeir þurftu að losna við- eða þannig wink

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.11.2014 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband