Höldum friðinn

Við höfum kosið að vera herlaus þjóð og halda friðinn, það hefur reynst okkur vel. Vilji menn fara að vopna almenna lögreglu þá er rétt að slík ákvörðun sé kynnt kjósendum af þeim sem eru í framboði til Alþingis, Þingið tæki svo ákvörðun um að hervæða lögregluna eða ekki að loknum umræðum ef meirihluti væri fyrir því á þingi.

Það er ekki hlutverk yfirlögregluþjóna eða embættismanna að breyta stefnu þjóðar í öryggismálum, né einstaka stjórnmálamanna að draga okkur sem þjóð inn í átök annarra.

Það er til staðar sérsveit sem getur vel séð um að bregðast við ef vopnuð átök verða, lögreglan hefur nú þegar skotið geðfatlaðan mann en enginn lögreglumaður hefur þurft að láta fjarlægja byssukúlu.

Það er greinileg ofnotkun til staðar á sérsveitinni og þeim oft beitt án þess að tilefni sé til, það er sífellt verið að vitna í fréttum í málaskrá lögreglu sem notar orð eins og vopn um allt sem hægt er að nota sem vopn.

Þar er oft um að ræða einföld handverkfæri iðnaðarmanna eða eldhúsáhöld sem önnur almenn áhöld, skráningin virðist því miða að því að hafa X fjölda af vopnuðum atburðum á málaskrá til að réttlæta aukin búnað og mannskap vegna tilbúinnar hættu.

Það sama virðist hafa verið ástæðan fyrir ofnotkun sérsveitar, til að ná að skrá nógu mörg útköll á vopnaða sveit.

Glæpum hefur verið að fækka töluvert á Íslandi en fjölgar víða erlendis sem og eru alvarlegri þar sem vopnuð almenn lögregla er til staðar, til hvers að breyta um stefnu ef vel gengur með núverandi aðferðum.

Það hefur aldrei tekist að benda á óvini Íslands til að réttlæta hervæðingu almennrar lögreglu og hvað þá sóun hundruða miljóna króna vegna veru herflugvéla yfir Íslandi.

Hvernig á ISIS að komast til Íslands án þess að eftir sé tekið, við búum á eyju í miðju Atlantshafi og margar hindranir eru á leiðinni.

Ég er hlynntur því að lögregla í flugstöð Leifs Eiríkssonar sé vopnuð sem og fái lögreglumenn í Keflavík sérstaka þjálfun og búnað til að bregðast við atburðum á  flugvallarsvæðinu, en almenn lögregla hefur ekkert við hríðskotabyssur að gera þó á landsbyggðinni verði að vera til staðar kindabyssur til að aflífa slösuð dýr

Eina hættan sem ég sé sækja að okkur Íslendingum eru misvitrir stjórnmálamenn sem Þvaðra á fundum og í fjölmiðlum, og sækjast eftir að láta þjóðina taka þátt í hernaðarbrölti erlendis með þeim sem endalaust hella olíu á ófriðarbálin sem eftir þá sjálfa loga um allt.

Það þarf að fara fram alvöru umræða um hvert við viljum stefna sem þjóð, ætlum við að halda friðinn og vera sátta og griðastaður þar sem deilendur geta leitað lausna.

Eða viljum við vopnaða almenn lögreglu í borg óttans þar sem glæpamennirnir munu líka vopnast og læra að best er að skjóta á undan, því þannig er líklegra að þeir sjálfir lifi af átökin.

Viljum við hafa þetta eins og víða erlendis?

Eitt er víst, þeir sem helst reyna að etja þjóðinni út í vopnuð átök ætla ekki sjálfir að vera í framlínunni.


mbl.is Hryðjuverkavarnir takmarkaðar hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband