Föstudagur, 23. mars 2007
Megi Hérað vakna og lifa
Stundum hef ég verulegar áhyggjur af svefninum langa, sem virðist herja á Fljótsdalshérað.
Vonandi er það samt þannig að ég sé bara illa upplýstur um það sem er að bresta á?
Það bólar nefnilega ekkert á nýju tjaldsvæði við Egilsstaði, og þá alvöru tjaldsvæði.
Það vantar stórt og rúmgott svæði, þar sem tjöld, húsbílar, tjaldvagnar og rútur geta komið, og hver fengið svæði sem hentar mismunandi þörfum.
Ég er að tala um þvottaplan, losunartanka fyrir húsbíla, vatns og raftengla fyrir húsbíla, hjólhýsi, ofl slíkt sem gerir svæðið að fyrsta flokks dvalarstað.
Það þarf smáhýsi, útigrill og þvottar vélar, þurrkara og baðaðstöðu.
Líka rúmgott þjónustuhús fyrir gesti, allt árið um kring.
Svona aðstaða er spurningin um það hvort við á Héraði lifum, eftir virkjanaveisluna miklu.
Ættum við kannski að hafa vit fyrir þeim værukæru, og stofna félag um svona framkvæmd.
Biðin gæti orðið ansi löng eftir frumkvæðinu.
Þeir í bæjarstjórn eru að byggja miðbæjargötu, sem er gott.
En er ekki gáfulegra að lífga við það sem gefur tekjurnar fyrst, frekar en gleyma sér við stórveldisdrauma.
Strikið mikla í miðbænum getur beðið í ár eða svo, en tapaður viðskiptavinur er ekki aftur komin.
Endilega að forgangsraða hlutunum, það væri best fyrir alla til framtíðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.