Skelfilegt

Skelfilegt hvað miklir öfgar eru til, fólk myrðir jafnvel börnin sín, fædd sem ófædd.

Gerir einhver önnur dýrategund en mannskepnan svona lagað?


mbl.is Norsk lögregla leitar manns sem talinn er hafa myrt konu og barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já reyndar gera þetta fullt af dýrum. Ljón drepa afkvæmi sín t.d. köngulær drepa maka sinn... endur nauðga hvor annarri... oft 2 á 1 og hvað veit maður. En maður hélt að mannskepnan væri orðin það þróuð að hún gerði ekki svona. En hey að halda framhjá er líka þannig að maður hélt að við værum orðin það þróuð að við gerðum ekki svona. Að drepa hvort annað, að misnota afkvæmi okkar o.s.fr. en þetta er bara svona því miður. Mannskepnan er ekkert eins þróuð og maður heldur við erum enn bara dýr.

 Eina leiðin til að sjá okkur í réttu ljósi er að horfa á okkur ofan frá einsog guð. Ákveðinn fjöldi er geðveikur, ákveðinn fjöldi eru snillingar, ákveðinn fjöldi er gott fólk og ákveðinn fjöldi vont fólk. Því miður er þetta bara svona. Hlutföllin munu haldast og ef eitthvað er þá verður þetta verra út af því hvernig samfélagið okkar er að þróast. Alltaf meira misrétti. Ef ég kynni lausn á þessu þá myndi þetta samt sem áður ekki skána.

Sigurgeir (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 06:37

2 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Smá leiðrétting þá drepa ljón ekki afkvæmi sín heldur drepur kallinn afkvæmi kvennkynsins sem hún á með öðru kallljóni svo hún verði til í tuskið aftur og framleiði hans afkvæmi.

Hans Jörgen Hansen, 1.5.2007 kl. 10:58

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Held að ég hafi heyrt að gullfiskar éti afkvæmi sitt...... og svo synda þeir í einn hring og muna ekki að þeir voru nýbúnir að éta svo þeir éta annan......synda svo í einn hring og muna ekki að þeir eru saddir og éta annan......... en ég man þetta ekki alveg.

Anna Einarsdóttir, 1.5.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband