Seljum Ísland

 

 

 Ég held að best sé fyrir okkur að selja Ísland, áður en landið er endanlega rúið öllum verðmætum, og orðið að verðlausri stóriðju og láglaunanýlendu.Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur, hafa gefið burt veiðirétt og fiskinn í sjónum, og vilja nú gefa frá sér jarðhitann og fallvötnin.Næstur verður líklega Samfylkingar draumurinn um afsal fullveldisins látin fylgja á eftir, og láglaunanýlendan Ísland látin ganga í E.S.B. Þessi magnaða sjálfstortímingarhvöt Íslendinga hlýtur að vekja víða undrun.Það er bannað samkvæmt lögum að hvetja til uppreisnar, og virði ég það. En ef ekki væri slíkt bann, þá myndi ég líklega hvetja til slíks.Það eru örugglega margir af þeim sem börðust fyrir fullveldi og sameign þjóðarinnar, búnir að snúa sér við í gröfinni af skömm yfir áformunum.

 


mbl.is Segir að byrjað sé að undirbúa sölu Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband