Nauðganir

 

Las fyrir stuttu frétt um gerendur í nauðgunum, og fannst það mjög skrítið að gerendur eru nánast allir undir 30 ára aldri og margir undir 20 ára aldri.

Virðist sem margir yngri menn, hafi ekki siðferðislega stjórn á sjálfum sér, og beri enga virðingu fyrir öðrum.

Þeir taka bara það sem þeir vilja og eru svo sjálfhverfir að manni bregður.

Þessi gamla sjálfsagða krafa um gagnkvæma virðingu og tillitssemi, virðist ekki vera eins sterk og hún var.

 

Hef oft velt fyrir mér hvort gerðar hafi verið athuganir á því hvort fylgni væri milli tíðni þessara afbrota og myndefnis í fjölmiðlum, eða hvort fatatískan hefði þarna mælanleg áhrif.

 

Annað hvort eru þessi einstaklingar skemmdir í uppeldinu, verða fyrir siðferðislega brengluðum fyrirmyndum, eða það er bara svona grunnt á hömlulausu villidýrinu í okkur.

 

Hver sem orsökin er, þá verður að finna ræturnar á vandanum til að stöðva þróunina, og stofnanauppeldi er ekki lausnin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Flottur pistill.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.5.2007 kl. 15:15

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þetta er vissulega áhyggjuefni. Takk fyrir þetta. Siðgæðismati virðist víða ábótavant og finnst mér ástæða til að reyna að bæta úr því.

Laufey Ólafsdóttir, 29.5.2007 kl. 13:07

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já við verðum að bregðast við þessu

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.6.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband