Er óafvitandi stefnt á að rjúfa frið

Maður nokkur átti samtal við leiðtoga einn daginn og spurði "Ég var að hugsa um hver munurinn á helvíti og paradís gæti verið."

Leiðtoginn bauð manninum inn í sal með tveimur hurðum.

Hann opnaði fyrri hurðina og þeir gengu inn. Í miðju herbergis var stórt veisluborð og á miðju borði var pottur fullur af mat sem ilmaði sem svo ljúffengur að maðurinn nánast slefaði. Fólkið sem sat við borðið var horað og veiklulegt, virtist í raun svelt og hungrað. Allir sem sátu við borðið höfðu áfestar skeiðar með löngu handfangi þannig að ekki var hægt að bera skeiðina upp að munni sér þó þau reyndu ákaft því handfangið var lengra en handleggirnir. Manninum hryllti við að sjá alla þessa eymd og þjáningar.

Leiðtoginn sagði: "Þú hefur bara séð inn í helvíti." Hann opnaði dyrnar að næsta herbergi og þangað gengur þeir inn. Það var nákvæmlega eins og fyrra herbergið, stórt borð með stórum potti fullum af ilmandi mat. Þeir sem sátu umhverfis borðið voru einnig með viðfesta samskonar skaftlanga skeið, en hér voru allir glaðir, pattaralegir og greinilega vel nærðir.

Maðurinn sagði: "Ég skil þetta ekki."

"Þetta er einfalt" sagði leiðtoginn. "Það þarf aðeins einn hæfileika til að komast á þennan stað, þau hafa lært að fæða hvert annað en gráðugir í fyrra herberginu hugsa aðeins um sig"


mbl.is Hátekjuhópar fái sexfalt meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband