Miðvikudagur, 11. apríl 2018
Að aumingjavæða samfélag
Merkilegt hvað mikið af atvinnuskapandi vandamálum er búið að koma á laggirnar með því að skilgreina fullorðið fólk sem ábyrgðalaus börn.
Móðir mín átti mig 2 mánuðum eftir 17 ára afmælið sem þótti ekkert fréttnæmt, faðir minn yrði skilgreindur sem barnaníðingur og líklega settur í betrunarvist í dag en hann var orðin 18 ára.
Konan mín var ófrísk 17 ára og ég hefði verið í sömu stöðu og pabbi vegna þessarar seinni tíma breytingar á lögum.
Sem betur fer sluppum við báðir við endurskilgreininguna á því hvenær maður er barn.
Við hjónin fengum foreldra okkar með til að skrifa undir kaupsamning fyrstu íbúðar því við vorum ekki orðin lögráða.
Fyrstu millilandasiglinguna fór ég 15 ára, 16 ára var ég á varðskipi og á hamfarasvæði innanlands en 17 ára komin á hamfarasvæði erlendis.
Í raun var ég samkvæmt viðmiðum dagsins í dag barn, þá var ég nægilega fullorðin til að axla fjárhagslega ábyrgð sem og starfa við björgunaraðgerðir án áfallahjálpar.
Fyrir mér er unga fólkið í dag að fá gríðarlega mikið af tækifærum og mikill meirihluti þess eru glæsilegir einstaklingar sem verið er að svipta þeim réttindum að vera ábyrgir og fullgildir einstaklingar í samfélaginu á meðal fullorðinna.
Vilji menn lækka kosningaaldur verður að fylgja viðurkenning á ábyrgð með, sá sem má kjósa á að geta boðið sig fram sem fullorðin ábyrgur einstaklingur.
Hverju hefur hærri ábyrgðaraldur skilað öðru en vandamálum sem skapað hefur fjöldann allan af opinberum störfum og nýjan markað fyrir greiningaraðila sem lyfsala.
Er ekki ágætt að endurskoða þessi lög og gefa ungafólkinu færi á að vera til.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 21:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.