Föstudagur, 8. nóvember 2019
Að svíkja sjálft lífið út úr fólki
Menntakerfið er hannað til að framleiða vinnuþræla fyrir vinnumarkað og markaðsvæðing kerfisins er að skila inn á vinnumarkaðinn þúsundum af ofurskuldsettum einstaklingum með menntun sem lítil þörf er fyrir og er að verða úrelt sökum 4 iðnbyltingarinnar.
Lífeyriskerfið er svikamilla til að ná aftur umtalsverðum hluta launa vinnandi fólks í sjóði sem atvinnurekendur stjórna og nota til að auðgast á en eftirlaunaþegar sitja eftir með skerðingar sem verða vegna fjárfestingataps sjóðanna, taps sem oftast minnir á skipulagða glæpastarfssemi því sjóðirnir fjárfesta í svartholu fyrirtækjum sem tæmd eru af eigin fé samhliða inngreiðslum úr lífeyrissjóðunum.
Atvinnurekendur með hjálp löggjafavaldsins halda fólki á vinnumarkaði uns launþegar eru búnir að slíta eigin líkama svo út að eftir er ekkert nema líf verkja og heilsuleysis því búið er að svíkja lífskraftinn út úr fólki fyrir lítið fé.
Afrakstrinum af lögbundnum lífeyrissjóðnum okkar hefur að mestu verið stolið og ríkisbáknið hirðir að mestu það sem eftir er með skerðingarreglum, laun erfiðisins sem bíða heilsulausra er fátækt og lífsleifar sem verkjaður bótaþegi frekar en sem eftirlaunaþegi sem nýtur sparnaðar.
Hin kapítalíska uppbygging samfélagsins er sannkallaður viðbjóður gegnsýrður af mannvonsku og græðgi, fólk er ýmist metið sem kostnaður eða auðlind og enginn kærleikur eða væntumþykja er látin þrífast enda flokkað sem útgjöld.
Hversu oft heyrir maður ekki sagt um einhvern að hann eigi ekkert, eins og eignasafnið sé það sem spegli manngildið og verðleika einstaklingsins. Sá sem safni auð sé stórmenni en sá sem gefi frá sér auð og kærleik eða styðji aðrar manneskjur sé kjáni og lítilmenni.
Þetta er bergmál samfélags sem búið er að græðgivæða niður að rót
4 daga vinnuvika Microsoft jók framleiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.