Stattu að baki mér skræfa

Er annað hægt en skammast sín fyrir Íslensk stjórnvöld sem að sjálfsögðu gera ekkert til að stöðva fjöldamorð Ísraela.
Með formann Vinstri Græna sem forsætisráðherra hefur Ísland farið að þjónusta kjarnorkukafbáta bandaríkjamanna, fjármagnað vopnaflutninga til Úkraínu og tekið þátt í að svelta Palestínumenn á gaza með frystingu framlags, stutt Ísraela á vettvangi Sameinuðu þjóðanna við atkvæðagreiðslur og yfirlýsingum.
Stutt og fjármagnað að hluta til bætta aðstöðu í herstöðinni á keflavíkurflugvelli, þannig að nú geta flugvélar sem bera kjarnorkusprengjur og þungavopn, athafnað sig ásamt þeim fjölda hermanna sem þarf til að þjónusta herflutninga.
Og nú er forustufólk í Sjálfstæðisflokk byrjað að tala um Íslenskan her, þar sem annarra manna börn verða fallbyssufóður.
Því það eiga talsmenn hervæðingar sameiginlegt, að að eru ekki þeirra börn né afkomendur sem eiga að fórna lífinu fyrir þeirra hugmyndir.Rettarhold


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband