Umboðslaus tjónvaldur

Vitfirring hernaðarátaka hefur aldrei verið vilji þjóðarinnar né hefur slíkur fáránleiki verið borinn undir þjóðina, nú er fámennur umboðslaus hópur búinn að valda þjóðinni gríðarlegum skaða.

Við höfum leyst okkar deilur innanlands sem og við aðra með samtali, en aldrei ákveðið að best sé að myrða fólk sem ekki er okkur sammála eins og utanríkisráðherra er að standa fyrir.

Að fjármagn vopna og skotfærakaup er þátttaka í fjöldamorðum almennra borgara og fátæklinga, sem neyddir eru í her til að berjast fyrir orðháka sem tala fyrir stríði, en ætla ekki sjálfum sér eða sinna barna, kvalir og dauða á vígvellinum.

Þetta tal um hervæðingu er fáránlegt og gegn vilja þjóðarinnar, þetta fólk hefur logið sig inn á þing og er núna að framkvæma það sem það sagði aldrei í aðdraganda kosninga.

Umboðslaus hjörð sem laug sig til valda til að gera það sem engum var sagt, verður fólk mikið ómerkilegra en þetta?

Stríðsruglið


mbl.is Þrýstingur á Ísland í óformlegum samtölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband