Skoðanakúgun dagsins í dag

Deilur standa yfir á Evrópuþinginu um löggjöf sem skyldar netveitur og samskiptaforrit til að skanna skilaboð notenda áður en þau eru dulkóðuð.

Greiningardeild Ríkislögreglustjóra (GRLS) og Greiningardeild Varnarmálastofnunar Íslands (GVMSÍ) eru stöðugt í eftirliti með skrifum og tali landsmanna.

Hið svokallaða frelsi einstaklinga til skoðana og tjáningar er ekki til staðar, né er eðlileg málnotkun leyfileg vegna pólitísks rétttrúnaðar.

Sé orðalag ekki í samræmi við tilfinningar og orðaskilnings útvaldra er talað um hatursorðræðu og fólk er talið sakhæft vegna orðalags. Skrifi eða tali einstaklingar á netmiðlum og eða í síma óvarlega, og gáleysislega eru komnar fljótlega fram kærur vegna áforma um eitthvað ólöglegt og skelfilegt.

Þetta er samfélagið sem George Orwell skrifaði um í bókinni 1984 https://youtu.be/tnPbFPWcGxg?feature=shared

Kusum við þetta?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband