Læmingjar á ferð

Skil ekki hugmyndir fyrirhyggjuflokkana við stjórn þessa dagana.

Talað er um þjóðaröryggi og miljörðum eitt í vopnakaup og ófrið, hvað með þá frumskildu stjórnvalda að tryggja frið og það að brauðfæða þjóðina.

Hvers vegna eru þessir miljarðar ekki nýttir til að byggja upp og tryggja, að Íslendingar geti framleitt matvæli og orku fyrir þjóðina ef innflutningsleiðir lokast, er það ekki forgangsmál.

Hvers vegna ráðast stjórnvöld á mál og ritfrelsið og vinna gegn skoðanaskiptum?

Hversvegna ráðast stjórnvöld gegn viðskiptum án greiðsluþóknunar til banka, hvers vegna er verið að þvinga til kortaviðskipta án þess að hafa til staðar innlenda umsýslu rafrænna viðskipta, og við því háð aðkomu erlendra aðila til að geta notað rafræn viðskipti. Hvað gerist ef á samskiptin er klippt?

Hversvegna er ráðist gegn orðstír okkar sem friðelskandi þjóð án hers og án vopnaðra átaka gegn öðrum, hvað varð um þá getu að leysa ágreining með samtölum?

Erum við læmingjahjörð á hraðferð fram af klettanös?

Sprengju bull


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband