Óttastjórnun fortíðar

Ábyrgðalausir stjórnmála menn eru i því þessa dagana að ýfa upp gamla drauga fortíðar, sá ótta og vanlíðan meðal landsmanna með ýktum sögusögnum um hættu sem virðist ýkjusögur og tilbúningur.

Engar rökstuddar sannanir eru lagðar fram og endalaust tala um "HUGSANLEGA" hættu sem lýsir frekar sjúklegu hugarástandi en traustum heimildum byggðum á rekjanlegum og sannanlegum heimildum.

Með í þessum bekkingar leik eru fjölmiðlar háðir fjárhagsstuðningi úr ríkissjóð, þeim er varla hugað líf ef lyginn er ekki lofuð.

Fjöldi einstaklinga upplifir mikla vanlíðan út af þessu og veikir einstaklingar bera skaða, ábyrgðaleysið virðist algert og opinberir starfsmenn sem lifa á því að fjármagn fáist til rekstrarins taka ólmir þátt í leiknum svo atvinna þeirra sé trygg.

Orðstír Íslands sem friðsendar þjóð er dreginn í svaðið og tiltrúin sem við höfðum sem land samtala, öryggis, friðar og sátta er verið að tæta í sundur með ófyrirséðum afleiðingum.

Ritskoðunin 2025


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband