Iðnaður óttans

 

Mikið afskaplega er lífið erfitt hjá mörgu fólki.

Það er alveg á mörkum þess að leggjast inn til hvíldar og eða brotna saman af áhyggjum.

Hlýtur að taka á, að sjá aldrei sólina koma upp eða vænta þess að dagur gleði birtist.

Ég er að tala um þetta atvinnufólk í stétt vandamála og áhyggjuiðnaðar landsins, umferðin, internetið, ofl, ofl, er alveg að æra þetta blessaða fólk.

 

Blaðamenn, tryggingarsölumenn og öryggisráðgjafar af ýmsum toga, hafa gert þennan iðnað að vænlegri atvinnugrein og er sífellt að ýfa upp móðursíki örgeðja einstaklinga til að skapa þann ótta sem skapar eftirspurn á þeirra vörum.

Blöðin seljast best ef heitar æsifréttir um skelfingu eru á forsíðu og svo koma hinir í kjölfarið og selja grimmt allskonar búnað og ímyndað öryggi.

 

Við eru öll að verða fórnarlömb þess hættulegasta sem til er, DevilÓttans sjálfs.

Hann er lævís óvinur og með systkinum sýnum, vantrausti, græðgi og ofsóknarbrjálæði á hann auðvelt með að umturna og eyðileggja heilu samfélögin.

 

Það er sorglegt að sjá þennan iðnað blómstra á landi sem er næst paradís í öryggismálum og sem gæti verið vin í eyðimörk ófriðar og illdeilna heimsins.

Hér væri hægt að hafa óháðan griðastað fyrir heimsbyggðina, og öruggan fundarstað friðarleitenda.

 

En stétt vandamála og áhyggjuiðnaðar, virðist staðráðin í að brjóta niður allt traust milli fólks og gera heimilin að  hýbýlum hinna óttaslegnu, sem sífellt óttast innbrot, skemmdarverk eða perrana á internetinu.

Draumurinn er líklega sá að loka þessu interneti sem stjórnvöld ráða svo illa við að ritskoða.

 

Trúi samt því að fólk sjái í gegn um þennan blekkingarleik ómerkilegra sölumanna græðginnar og njóti þess að sjá undur lífsins og hitta nýtt fólk með nýja sýn á lífið.

Það er gott og gefandi að hafa samskipti við lífið og náttúruna. Og varðandi traustið þá er til það sem kallast innri rödd, og ef þú hlustar á hana eru allir vegir þér færir.

Maður finnur nefnilega oftast á sér hvort fólk er gott eða ekki hvað sem öllum rafeindarbúnaði líður.

 

Áttu góðan og gæfuríkan dagSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það held ég nú.   Frábær dagur.

Anna Einarsdóttir, 24.6.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Rétt hjá þér. Bandaríkjamenn eru helteknir þessum ótta og tortryggni í garð samborgara sinna og hefur það oftar en ekki leitt til þess að menn skjóti hvor annan.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.6.2007 kl. 15:25

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Paranoia selur. Svo einfalt er það. 

Laufey Ólafsdóttir, 14.7.2007 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband