Komin heim

Komin niður á sléttlendið eftir nokkra góða daga við að byggja upp Ufsaárstíflu, alltaf gaman að taka þátt í að byggja upp mannvirki og skapa eitthvað sem stendur.

Hef aldrei verið sáttur við að skrifa skýrslur og fylla út eyðublöð, sem taka svo bara hillupláss og enda annað hvort í Sorpu eða tætaranum.

Viljum öll skilja eftir okkur spor í sandi lífsins um stund, þó vitað sé að þau annað hvort fjúka, eða skolast burt með tímanum.

Ekki mikill spekingur, en finnst rétt að reina að líta á hvern minn dag sem þann fyrsta og jafnframt síðasta, reyni því að fara alltaf sáttur við allt og alla í kojuna.

Það er ekki sjálfgefið að vakna á morgun, en ef svo fer að ég vakna aftur á morgun,  þá hef ég enn og aftur unnið stóra vinningi í lotterí lífsins.

Frábært að vera til, takk fyrir daginn.  Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gaman að skilja eitthvað eftir sig, meðan það er jákvætt.

Ef þú getur lesið þetta hefurðu vaknað fimm sinnum síðan þú skrifaðir færsluna! Ekki slæmt það. 

Villi Asgeirsson, 3.10.2007 kl. 08:00

2 Smámynd: Fiðrildi

Góð lífsspeki ;)

Fiðrildi, 3.10.2007 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband