Eru sveitarfélöginn eign fólksins eða er fólk þegnar og lausafé

Ég get staðfest að hjón sem höfðu búið saman í yfir 20 ár, urðu að skilja og skipta forræði barna sinna vegna laga um lögheimili.

Löginn eru miðuð við fjárhagslegar þarfir sveitarfélaganna, og hefur sundrun fjölskyldna og hjónabanda verið látin viðgangast.

Komin tími til að hætta þessu bulli og fara að koma sveitarfélögunum í skilning um að þau eru þjónustufyrirtæki í eigu íbúana en ekki öfugt.

Þessi lög eru hvort sem er þverbrotinn um allt land og verið það lengi, því það að setja lög sem almenningur ekki er sáttur við hefur aldrei gengið.

Ólög eru nefnilega ekki virt og verða því bara til að grafa undan löghlýðni sem er martröð allra samfélaga.


mbl.is Vill kost á tvöföldu lögheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta er alveg rétt. Það er löngu orðið tímabært að fólk geti búið á sitt hvorum staðnum en samt haldið hjónabandinu við.

Steingerður Steinarsdóttir, 5.10.2007 kl. 10:33

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þetta á við um mun fleiri tilvik og er hagsmunamál fyrir marga, t.d. börn sem eiga 2 heimili og fólk sem flytur tímabundið til útlanda. Ég og fleiri höfum lent í að þurfa að koma aftur "heim" sem útlendingar og bíða dágóðan tíma eftir leiðréttingu. Þetta þarf auðvitað að útfæra vandlega en er vel þess virði að skoða.

Laufey Ólafsdóttir, 7.10.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband