Gott mál

Virkilega gott ef Suðurnesjamenn fá kjölfestu í atvinnulífið og eflast.

Enginn hefur rétt þeim neitt á silfurfati, þeir hafa þurft að berjast fyrir öllu sýnu frá upphafi.

Það hefur kostað átak að fá að byggja upp Hitaveitu Suðurnesja og að komast út úr einokun Landsvirkjunar á raforkuframleiðslu.

Það hefur kostað átak að koma Álveri af stað í Helguvík og því er ekki lokið enn.

Mér finnst merkilegt hvað mikilli andstöðu öll stærri framfaramál á Suðurnesjum hafa mætt í gegn um tíðina, og þá lengst af var það með vísun til þess hvað Herstöðin væri mikill fengur.

Vonandi fara Suðurnesjamenn að fá að njóta sömu mannréttinda og manngildis sem aðrir landsmenn á sviði heilbrigðisþjónustu, og þurfi ekki að aka sýnu fólki til Reykjavíkur ef framkvæma þarf neyðaruppskurð utan dagvinnutíma og sumarleyfa.

Þetta er kannski eitthvað sem verður ekki lagað til frambúðar, nema tengja sjúkraflug innanlands við sjúkrahúsið í Reykjanesbæ, alla vega er góður flugvöllur til staðar.


mbl.is Tilboð í kerskála álvers Norðuráls í Helguvík opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Svo virðist sem Suðurnesjamenn ætli að rífa sig upp þrátt fyrir skellinn þegar herinn fór. Duglegt fólk. Nýtur þess að vera nálægt höfuðborgarsvæðinu sem auðveldar málin eitthvað. Engu að síður kraftur í Suðurnesjamönnum

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 13.2.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband