Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Skynsemi í rekstri
Skynsamur maður fer ekki að greiða neinum einstakling ofurlaun, það er enginn réttlæting til á því að greiða stjórnendum banka hærri laun en nemur menntun þeirra og þekkingu, eða reynslu og persónubundinni ábyrgð á viðkomandi rekstri.
Hlutverk hlutafélaga er að tryggja eigendum sýnum góða ávöxtun og framtíðarhorfur, ekki að hýsa oflaunaðar afætur arðsins, eins og mörg hlutafélög hafa gert undanfarin ár og svíður fyrir í dag.
Sjálfsagt er að árangurstengja laun stjórnenda, en það á ekki að ganga fram hjá starfsmönnunum sem vinna verkin í raun og veru, flestir æðstu stjórnendur eru frekar svona tungufossar og páfuglar til skrauts á tyllidögum, og nánast alltaf í raun aðstoðarmaður æðsta stjórnanda, sem rekur fyrirtækið í samvinnu við aðra starfsmenn, svo er hlaðið lofi og launum á æðstu tungufossana, en kjarni fyrirtækjanna kannski látin fljóta með eins og í góðmennsku.
Einstein og Bell hefðu kannski átt að fá ofurlaun, því þeir lögðu fram þekkingu og sköpuðu verðmæti sem gaf arð, Páfuglar og Tungufossar hlutafélaga, eru bara til kostnaðarauka og oftast afætur arðsins, að vísu margir skrautlegir og skemmtilegir, en spaugstofan er það líka fyrir minna fé, sem og aðrir skemmtikraftar.
Held að miklu fleirri hlutafélög, ættu að fara í gegn um stjórnendahópinn og skipta út skrautinu fyrir rekstrarfólk af báðum kynjum, sem fær árangurstengd laun, og ekkert meira en grunnlaun ef illa gengur, þannig verður að skera fituna burt ef fyrirtækin eiga að lifa þrengingarnar framundan, menn eins og Þorsteinn Már hafa lifað þrengingar í rekstri, það er löngu kominn tími á að snúa sér að rekstrinum og fara að vinna vinnuna, veislan er búin í bili.
Hluti af ruglinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.