Mánudagur, 9. júní 2008
Áratuga afturför og spilling
Það er áratuga afturför, ef sveitarfélöginn á Íslandi eru ítrekað farin að deila út verkefnum til vina og vandamanna aftur, og drottna yfir atvinnurekstri út frá pólitískri rétthugsun, vináttu og ætterni, þetta virðist vera að eflast aftur um allt land, og skattfé íbúa er úthlutað til "réttra" aðila í auknum mæli, það er ekki bara á Akureyri sem þetta viðhorf spillingarinnar virðist vera að eflast og dafna.
Pólitískt kjörnum fulltrúum virðast ekki vera gert að sæta ábyrgð á gengdarlausri spillingu stjórnkerfisins, né virðist vera til neitt virkt eftirlit í stjórnkerfinu, sem tryggir að ekki sé verið að úthluta "Réttum" vinum, ættingjum eða pólitískum samherjum, miljónir og hundruðum miljóna af sameiginlegu skattfé íbúa sveitarfélagana, og mismuna fyrirtækjum gróflega með því að fara framhjá útboðsleiðinni.
Það er óþolandi að kjörnir fulltrúar skuli í algeru ábyrgðarleysi úthluta fé almennings til útvaldra, í stað þess að leita ávalt bestu verða í öllum tilfellum með útboðum, úthlutun á skattfé almennings til að styðja við verktaka sem starfa í heimasveitarfélaginu er eins og að eitra fyrir vin, samkeppnisfærni viðkomandi verktaka minnkar og nauðsynlegar hagræðingar í rekstri eru látnar sitja á hakanum hjá viðkomandi verktaka, hann koðnar svo niður í vernduðu umhverfi á óeðlilega háum einingaverðum og deyr svo við minnstu samkeppni, miklu nær er að styrkja verktaka með því að bjóða út opinberlega alla viðhaldsvinnu sveitarfélagana, hvort sem um gatna eða fasteignaviðhald er að ræða, hafa opin útboð á allri vinnu sem tryggir kjölfestu í rekstur verktaka og þjónustufyrirtækja, öll áhaldahús sveitarfélaga ætti að selja hæstbjóðenda með því að láta allan tækjakost, húsnæði og samninga við starfsmenn, ásamt föstum viðhaldsverkefnum til næstu 3 ára, fylgja með í slíku útboði, þannig væri starfsmönnum tryggður aðlögunartími og sveitarfélöginn fengju sanngjarnt verð.
Skattfé almennings er víða ausið út í vindinn af algeru ábyrgðarleysi, og að bera því við á Akureyri, að stóru verktakarnir hafi svo mikið að gera er hlægilegur fyrirsláttur, menn einfaldlega minnka einingarnar og eða skipta útboðum upp til að hinir smærri geti ráðið við framkvæmdina og stækkað, það er auk þess meira sem kemur aftur til sveitarfélaga frá mörgum smáum verktökum með marga starfsmenn, en fáum stórum verktökum sem hafa hlutfallslega færri starfsmenn og greiða lægri laun, eða notast við skammtíma ráðningar í gegn um starfsmannaleigur.
Í raun ætti að banna sveitarfélögum að reka áhaldahús og krefja þau um að bjóða út allar framkvæmdir, rekstur og allt viðhald, jafnframt ætti að krefja sveitarfélöginn um að úthýsa öllu bókhaldi og skrifstofuhaldi, sveitarfélög þurfa ekki að vera með annan rekstur en félagsmála og barnaverndarhluta stjórnsýslunar, allt annað er hægt að úthýsa til einkareksturs í gegn um þjónustusamninga eftir útboð.
Fundarhöld ráða og stjórna sveitarfélaga er vel hægt að halda í leiguhúsnæði og engin þörf á neinum öðrum kostnaði en leigu á húsnæði og tölvubúnaði.
Það er sorglegt að fylgjast með verkefnum úthlutað út frá skyldleika og frændsemi, út frá búsetu og pólitískum rétttrúnaði, frekar en í opnu og heiðarlegu stjórnkerfi, þar sem allt er upp á borðinu og best nýting á skattfé íbúana er höfð í fyrirrúmi.
Menn tala um hið spillingarlausa Ísland á tyllidögum og vísa í erlendar kannanir máli sýnu til stuðnings, en við vitum öll að virðisaukaskattsvik eru víðtæk í samfélaginu, og að í sumum sveitarfélögum er spilling stjórnkerfisins svo mikil í gegn um skyldleika og vináttu, að hægt er að segja þau rotin ofan í rót.
Dræmar undirtektir við útboðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hér á árum áður var hægt að skjóta tortryggilegri stjórnsýslu til úrskurðar í Félagsmálaráðneytinu sem þótti frekar svifaseint og lengi að koma sér að verki í stjórnartíð Framsóknarmanna. Nú heyra málefni á sveitarstjórnarstiginu undir Samgönguráðuneytið af óskiljanlegum ástæðum. Ekkert virðist gerast í þeim herbúðum ennþá.
Það eina rétta í stöðunni þegar menn misbeita valdi sínu er að vekja athygli á því og kæra ákvarðanir af slíkum toga til ráðueytis og umboðsmanns Alþingis ef því er að skipta. Tímafrekt ferli en margborgar sig. Ef íbúarnir segja ekki stopp, vaða þei vafasömu, kjörnir fulltrúar áfram og komast upp með það.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.6.2008 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.