Líklega Blogg gloppur framundan

nullFarin enn og aftur upp á Kárahnjúk, nú þarf að rífa niður vinnubúðir Impreglio og fjarlægja öll ummerki um veru þeirra sem og annarra á Kárahnjúkum, þannig að umhverfið verði sem næst upprunalegu útliti svæðisins fyrir komu okkar á staðinn.

Þetta var bær með svipaðan íbúafjölda og Seyðisfjörður, eða yfir 1.800 manns, með dagheimili, skóla,heilsugæslu, verslun ofl sem tilheyrir slíku byggðarlagi, auk allra iðnbygginga, nú verður þetta þurrkað af yfirborði jarðar og refurinn fær aftur sitt svæði til veiða.

Líklega verða Blogg gloppur framundan, og vonandi fyrirgefið hvað lítið verður um innlit til bloggvina í sumar, og þó.

Fann myndir frá Aðalbúðunum en ekki frá hinum 3 búðum Impreglio.

week_38_08_6

week_15_08_snjor1_malfridur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Gott að heyra að þú verðir á skjánum af og til.

Mér finnst hálfóhugglegt til þess að vita að nú sé verið að jafna heilt þorp við jörðu, það beinlínis stingur mig. Get hins vegar skilið rökin fyrir því, uppbyggingu lokið og þá pakka menn saman en samt......... ÚFF!

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.6.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband