Hrinur álið líka, þá er bara að sækja

Ef álverð hrinur áfram niður á við og eftir spurnin minnkar frekar, er illa fyrir okkur komið.

Við höfum ekki dreift fjöreggjum þjóðarinnar í nógu margar körfur, og nú er við dettum á hnén , er hætta á að of mörg egg brotni.

Við eru búin að farga fiskimiðunum í græðgi og illri umgengni, sléttuðum botninn með togurunum eins og barbarar og eyðilögðum uppeldisstöðvarnar, réðumst svo á einstaka tegundir án þess að virða jafnvægð á milli tegundanna, og erum enn að þykjast geta stjórnað flóknu lífríkinu í hafinu.

Við erum búin að stimpla okkur inn sem fjárglæfrafólk um alla heimsbyggðina, með dyggri aðstoð svokallaðra "vinaþjóða" sem nýttu tækifærið til að farga samkeppninni sem við vorum farin að veita.

Ef áliðnaðurinn verður líka fyrir miklum samdrætti og jafnvel stöðva uppbygginguna og reksturinn, þá sitjum við uppi með gríðarlegar fjárfestingar í orkuframleiðslu sem ekki aflar tekna.

Stjórnvöld ættu að snúa sér strax að því, að hvetja og hjálpa innlendum aðilum, til að koma sér upp fyrirtækjum til fullvinnslu á álafurðum, td framleiðslu á prófílum, plötum, felgum ofl slíku

Stjórnvöld ættu strax að innkalla kvótann og gefa krókaveiðar frjálsar, stórefla  rannsóknir á botni og lífríki hafsins, og hvetja innlend fyrirtæki til að leita leiða til betri nýtingar á auðlindum hafsins.

Stjórnvöld eiga að safna saman öflugri sveit Lögmanna og okkar besta fjölmiðlafólki, til að sækja allan þann rétt sem af okkur hefur verið tekinn með ólöglegum hætti, og herja á fjölmiðlaheiminn með hörku til að leiðrétta rangfærslur og líka til að krefja bóta vegna tjóns.

Í svona stríðum eru aldrei teknir fangar.

Við eigum ekki að gefast upp og koma skríðandi til Aðalsmanna Evrópusambandsins sem betlarar, spýtum frekar í lófana og stöndum aftur upp sem sjálfstæð þjóð með sjálfsvirðingu.


mbl.is Fylgjast náið með niðursveiflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband