Að stela mótmælum

Það er merkilegt að fylgjast með þátttöku hinna tækifærissinnuðum ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkana, og ýmsum hagsmunapoturum stéttarfélaganna, reina að gera sig að forustuafli meðal mótmælenda.

Þetta fólk er farið að vinna saman að stýringu óánægjunnar í samfélaginu, sjálfu sér og flokknum til framdráttar.

Það skildi ekki vera að gerast þetta venjulega, að tungufossar stjórnmálaflokkanna enda sem sigurvegarar væntanlegra kosninga, án þess að nein endurnýjun eigi sér stað innan flokkskerfana.

Mótmælendur verða að fara að tala meira saman um væntanlegar kosningar, og það án þess að láta atvinnufólkið stýra umræðunni.

Við þurfum nýtt afl fyrir nýja tíma, afl sem sker sig frá hinum spilltu Stjórnmálaflokkum og opnar fyrir algera endurnýjun á Alþingi.

Afl sem getur hent út hinum gömlu hirðsiðum á Alþingi, og gert stofnunina að löggjafarsamkomu aftur, en ekki undirlægju Framkvæmdarvaldsins og þjónustustofnun hagsmunapotara


mbl.is Áfallastjórnuninni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það eru víst margir að reyna að nýta sér óreiðuna.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband