Miðvikudagur, 10. desember 2008
Lýðræði eða Einræði.
Er Fulltrúa Lýðræði eða Flokka Einræði ríkjandi á Íslandi?
Það er talað um að þrískipting valds í Framkvæmdavald, löggjafavald og dómsvald sé undirstaða Lýðvelda og án þess sé ekki hægt að tala um Lýðræði.
Hjá okkur er það Framkvæmdarvaldið, sem nánast hefur tekið yfir bæði Löggjafar og Dómsvaldið og því frekar orðið einræði en Lýðræði á Ísland.
Framkvæmdavaldið hefur:
Gríðarlega sterk áhrif á Dómsvaldið, því það skipar dómarana.
Ógnvænleg áhrif á fjölmiðla með vali stjórnenda Ríkisútvarps og sjónvarps, enda er oft eins og fréttir sé samdar í samráði við stjórnvöld og jafnan fegruð ímynd Framkvæmdarvaldsins, sem dæmi má nefna prinsessuviðtöl við ráðamenn og val viðmælenda sem og álitsgjafa.
Skelfileg áhrif á Löggjafavaldið sem er orðið eins og bílalúga í hraðafgreiðslu lagafrumvarpa sem Framkvæmdavaldið leggur fyrir Alþingi, í krafti flokksaga og meirihluta er málum Framkvæmdavalds raðað fremst á dagskrá og keyrð í gegn, þá er flokkskerfið búið að ala upp og velja þá þingmenn sem fara í framboð, eða hljóta Ráðherraembætti, þannig að búið er að sigta út þá sem ekki hlíta flokksaga eða eru of sjálfstæðir í hugsun.
Embættismanna kerfið er líka reglulega hreinsað með nornaveiðum gegn þeim sem dirfast til að efa ákvarðanir Ráðherra eða svara þeim til að leiðrétta rangfærslur.
Útkoman er að mestu ónýtt kerfi jábræðra og systra, sem eru búin að koma sér upp kerfi ábyrgðarlausra forustumanna, til að lifa af, er bál galdraofsókna blossar upp, bálið sem atvinnustjórnmálastéttin kveikir reglulega upp til að fela eða réttlæta eigin klúður.
Og nú vilja menn brenna Davíð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þetta er rétt það eru til ágætis orð yfir þetta siðlaus spilling.
Aron Ingi Ólason, 12.12.2008 kl. 03:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.