Vel gert og til fyrirmyndar

 Finnst þetta vera til fyrirmynda og ætti að vera öðrum til eftirbreytni.

Af vef Landsvirkjunar LV.IS

Starfsmenn styðja þá sem standa höllum fæti

Þriðjudagur 16. desember 2008

Landsvirkjun og dótturfélög, ásamt starfsmönnum gefa mæðrastyrksnefnd og góðgerðarfélögum matar- og peningagjafir. Fyrir þessi jól hafa starfsmenn Landsvirkjunar og Landsvirkjunar Power ákveðið að í stað jólagjafar frá vinnuveitendum sínum verði stutt við bakið á þeim sem eiga í erfiðleikum vegna efnahagsástandsins með matargjöf sem samsvarar um einu tonni af köti í jólamáltíðir. Í byggðarlögum nærri starfsstöðvum fyrirtækjanna verður matargjöfum komið til mæðrastyrksnefnda, félagsþjónustu og sóknarpresta sem aðstoða þá sem eiga erfitt fyrir þessi jól. Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík fékk afhentan um 3/4 hluta stuðningsins til dreifingar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi en fjórðungur dreifist í önnur byggðarlög. Þá hefur STALA, starfsmannafélag Landsvirkjunar og dóttur- og hlutdeildarfélaga, farið af stað með söfnun sem felst í því að frá janúar og fram á mitt næsta ár verða 500 til 1000 kr. dregnar af launum þeirra starfsmanna sem þess óska. Fyrirtækin ætla að leggja fram jafn háa upphæð og safnast með þessu móti. Söfnunarfénu verður ráðstafað til þeirra sem eiga í erfiðleikum vegna efnahagsástandsins í samfélaginu. STALA hyggst eiga samstarf við góðgerðarfélög í nágrenni starfsstöðva fyrirtækjanna um land allt um ráðstöfun söfnunarfjárins.

maedrastyrksnefnd_afhending_gjafar_600px

Svanhildur Arnmundsdóttir, Landsvirkjun Power, og Ásgerður Ágústsdóttir, Landsvirkjun , afhenda Ragnhildi G. Guðmundsdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík, gjafabréf vegna stuðningsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband