E.S.B. Draumurinn

Er ekki ESB Draumur Samfylkingarinnar, lönd hunangs og velsældar um alla framtíð.

Sé ekki að næstum 2.000.000 atvinnulausra í Bretlandi eða fasteignaeigendur í Danmörku sem hafa upplifað 50% verðfall, séu sama sinnis.

Sé ekki ástæðu til að gleypa fullyrðingar stjórnmálamanna sem enga ábyrgð bera á eigin gerðum sökum siðblindu, um að innganga í ESB sé gáfulegri en einkavæðingin var, sem við erum að borga fyrir núna.

Látum ekki tungufossa og fagurgala blinda okkur með glansmyndum, krefjumst sannanlegra raka í stað væntinga og óskhyggju um brauðmola sem gætu dottið að háborðum hins Evrópska aðals.

Þeir keyrðu okkur á hnén með efnahagslegu ofbeldi og nú vilja stjórnmálamenn að við förum á hnén og kyssum hönd eða skó, þeirra sem kúguðu okkur til að setja þrælaklafa skulda á börnin okkar.

Og þetta vilja þeir sem komu okkur í þrot með spillingu, aðgerða og dugleysi.

Fulltrúar flokkana, eða er ekki réttara að segja afkvæmi flokkana.


mbl.is 1,92 milljónir atvinnulausar í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband