Skelfileg þróun og engin sýnileg viðbrögð

Það verður að krefja framboðinn svara við þeirra viðbrögðum vegna stöðu atvinnulífs og heimilanna.

Að skjalla kjósendur og tala um hvað grasið er grænna hjá Evrópusambandinu er sem málþóf í þessum kosningum og framboð eiga ekki að komast upp með að tala nánast um veðrið í stað ástandsins.

Ætla kjósendur virkilega að kjósa yfir sig  enn og aftur sama kerfið og setti okkur á hnén fjárhagslega, eiga þeir stjórnmálamenn sem voru of uppteknir við að úthluta sér ofur eftirlaunum og tryggja greiðslur úr Ríkissjóð í flokkssjóð, eða ráðningu aðstoðarmanna þingmanna (kosningasmala), að fá uppreisn æru fyrir framgönguna og klapp á öxlina með hvatningu að setja okkur betur á hausinn næst.

Var allt pottaglamrið við Austurvöll sem svona helgarskemmtan í boði ungliða á vinstri vængnum, á kannski engu að breyta í þessum kosningum en þusa bara eftir kosningar yfir dugleysi allra hinna.

Hvar eru tillögur framboðanna?

 


mbl.is 347 fyrirtæki í greiðsluþrot fyrstu þrjá mánuði ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Þorsteinn minn !

Afsakaðu; seina aðkomu mína - sökum ýmissa þinga, hjá mér, meðal annars, en þakka þér, snarpa og sköruglega grein, sem oftar.

Með beztu kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband