Að taka á ríkisrekstri

Það hlýtur að vera mikilvægt að sína gott fordæmi og taka á opinberum rekstriÍ áraraðir hefur það verið látið viðgangast að ekki sé staðið við fjárlög og óraunhæfar eða jafnvel villandi fjárhags og kostnaðaráætlanir látnar eiga sig í stað þess að kalla gerendur til ábyrgðar.Sé verið að kynna og leita samþykktar á villandi áætlunum um kostnað, til dæmis byggingu en undanskilja raflögn eða annað slíkt á að taka því sem blekkingu og tilraun til fjársvika.

Séu forstöðumenn eða aðrir sem fá úthlutað opinberu fé ekki að standast áætlanir og fara yfir heimildir er rétt að kalla þá fyrir til að krefja skýringa og rökstuðnings, gerist þetta aftur hjá viðkomandi er rétt að senda viðkomand skriflega aðvörun um brottrekstur og ef þriðja brot liggur fyrir er rétt að viðkomandi láti af störfum sem fyrst.

Þess ber að geta að víða er afbragðsfólk að reka stofnanir við erfið skilyrði og því full ástæða til að taka skussana sem koma óorði á aðra að ósekju út úr myndinni en verðlauna hina á móti með viðurkenningu.

Þegar engin viðurlög né raunveruleg ábyrgð hvílir á yfirmönnum verður allur rekstur óábyrgur og við skattborgarar landsins erum látin borga bruðlið og óráðsíuna.Þá er það með ólíkindum að ekki séu sameinaðar fleiri opinber fyrirtæki og stofnanir.Að stofnanir séu nánast hlið við hlið og í sitt hvorri byggingunni er óráðsía.Að stofnanir séu ekki að samnýta starfsmenn og aðföng til dæmis bifreiðar er óráðsía.Að verið sé að ráða starfsmenn til að vinna samskonar störf og fyrirtæki út um allt land eru að vinna eða geta annast er með ólíkindum, á sama tíma og fyrirtækin verða að segja upp sérmenntuðu fólki á viðkomandi sviði vegna verkefnaskorts.Að enn sé verið að prenta út þúsundir skjala á pappír en jafnframt að vista viðkomandi skjöl á tölvutæki formi.Að enn sé ekki verið að nota rafrænt form í meira mæli til að spara fólki sporin og kostnað við pappír og prentun með viðeigandi geymslukostnaði seinna meir.Aukin ábyrgð í opinberum rekstri er lykilatriði til að koma böndum á yfirkeyrslu umfram fjárlög og finna hæfasta fólkið til að reka opinber fyrirtæki sem og stofnanir okkar á þessum aðhalds tímum, og þó fastar sé tekið á rekstrinum er jafnframt hægt á sama tíma að gangast fyrir samkomulagi innan vinnustaða hins opinbera þannig að fólk deili á milli sín hlutastörfum til að sem flestir geti haldið atvinnu sinni og reisn.Við getum sigrast á öllu, ef við vinnum saman.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband