Réttmæt krafa

Tek undir með Borgarahreyfingu í þessu máli, það er allt gert til að þagga ný framboð í hel eins og RÚV hafi ákveðið að koma í veg fyrir umfjöllun.

Fólk ætti líka að mæla þann tíma sem verið er að deila á milli frambjóðenda við beinar útsendingar, fulltrúar gömlu flokkana eru látnir mala endalaust og svo er útsendingin búin er kemur að nýju framboðunum.

Skoðanakannanir sem eru skoðanamyndandi eru gerða í sumum tilfellum án þess að öll framboðin hafi verið á spurningalistum né þeirra verið getið á vef RÚV, og þetta er gert fyrir útsendingar eins og til að tryggja yfirburði gömlu flokkana, hvar eru skoðanakannanir sem eru gerðar strax eftir útsendingar til samanburðar?

Þetta eru kannski ekki óeðlileg vinnubrögð þar á bæ ef haft er hugfast að gömlu flokkarnir hafa farið með stjórn RÚV frá upphafi og ótrúlegt að vera að berjast við stjórn RÚV á sama tíma og barist er við kjörstjórnir sem líka eru valdar af fjórflokkunum eins og stjórn RÚV.

Gott að hafa ÖSE fulltrúana á staðnum því það virðist hafa veruleg áhrif á hegðan hinna tryggu.


mbl.is Segja þaggað niður í nýjum framboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband