Þetta gengur ekki

Það þarf að fara yfir forgangsröðun innan heilbrigðiskerfisins, það hlýtur að vera forgangsmál að geta framkvæmt aðgerðir sem bjarga mannslífum.

Minniháttar hlutum er hægt að gefa verkjalyf við og veita aðhlynninguna annarstaðar á landinu síðar án þess að leggja mannslíf undir.

Ég upplifði svona sparnað í heilbrigðiskerfinu þann 26 Júlí 1992 er aka varð með barnsmóður mína til Reykjavíkur sökum lokunar á skurðstofunni í Keflavík, ég vill engum það að finna nýfætt barnið sitt kólna í fanginu og bera svo agnarsmáa kistuna í fanginu að gröf í stað þess að bera barn að vöggu.

Þó hagræða þurfi og spara innan heilbrigðiskerfisins hlýtur að vera hægt að gera það með markvissari hætti, þar sem mannslífið er sett í algeran forgang og svo unnið út frá því.

Vestmanneyjar eru ekki staður sem maður lokar skurðstofu á, bara samgöngumálin ein og sér útiloka slíkt.

Komist ég inn verður allt gert til að knýja fram breytingar á forgangsröðun innan heilbrigðiskerfisins.

Höfundur er talsmaður XP listans í Suðurkjördæmi.


mbl.is Skurðstofulokun ákveðin í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband