Ábending til fréttastofu R-Ú-V

FRAMKVÆMDAREFTIRLIT

Þann15-12-"06 var ungur fréttamaður hjá RÚV með frétt í síðdegisútvarpinu um slysatíðni á Kárahnjúkasvæðinu, "fréttin" var svo étin eftir í öllum fréttatímum án gagnrýni.

Ég hef sjaldan eða aldrei heyrt jafn óvandaðan fréttaflutning á ævinni, og var þessi svo kallaða “frétt” frekar áróður og rangfærslur, en frétt.

Fréttamaðurinn tók viðtal við yfirlæknir á Egilsstöðum um slysatíðni á Kárahnjúkum í stað þess að tala við læknirinn, sem er yfirmaður heilsugæslunnar á Kárahnjúkum.

Yfirlæknirinn á heilsugæslunni Egilsstöðum, svaraði eftir bestu getu og vitund, en er greinilega ekki staðkunnugur eins og læknar sem starfa á Kárahnjúkum, og hafa verið þarna frá upphafi.

Fréttamaðurinn reyndi að bera saman slysatíðni við virkjunarframkvæmdir á hálendinu, annarsvegar í 600 metra hæð yfir sjávarmáli að vetri til, og hins vegar saman við byggingu stálgrindahúsa ALCOA, í fjörunni við Reyðarfjörð.  Hann gæti alveg eins borið saman fisk og hreindýr, því svo ólík eru verkefnin. Annarsvegar er um að ræða venjuleg stálgrindarhús eins og við höfum byggt í Straumsvík, Hvalfirði, ofl stöðum, án meiri slysatíðni en hjá Becktel, þrátt fyrir rétta slysaskráningu. Og hinsvegar einstaka framkvæmd á hálendi Íslands.

Blaðamaðurinn kórónar svo skilningsleysið á því sem hann á að vera að fjalla um, með því að taka þátt í þeirri sögufölsun og þeim áróðri sem slysaskráningin hjá ALCOA / BECKTEL er.

Á álverslóðinni eru eingöngu gefnar upp tölur um fjarveruslys (sem er dagur frá vinnu vegna slyss) en á Kárahnjúkum er allt skráð sem slys, bæði ef stigið er á nagla, klemmdur fingur sem og að sjálfsögðu fjarveruslys. ALCOA / BECKTEL birtir því ekki tölur um minni slys og starfsmenn á svæðinu hafa margoft fullyrt að þeim sé fyrirskipað að mæta meiddir til léttari starfa og eða bara vera á staðnum, svo að ekki verði til skráning um fjarveruslys.

Sé þessi fullyrðing, sem ég hef heyrt frá mörgum starfsmönnum svæðisins, rétt, er málið graf alvarlegt. Starfsmenn eru þá líklega í stórum stíl, að fyrirgera rétti sýnum til skaðabóta seinna meir, ef slys eru ekki skráð rétt. Því miður eru þessar fullyrðingar starfsmananna ekki kannaðar af alvöru blaðamönnum.

Á Kárahnjúkum, sjást ekki starfsmenn vinnueftirlits nema endrum og eins, og þá eingöngu til skýrslugerða eftir stórslys, en að sjálfsögðu bregðast þeir ekki þegar þeir eiga að mæta til gjaldtöku við vinnuvélapróf. Lögreglan sést heldur ekki nema við sömu tilefni, en eru snöggir til að fylgja sprengiefnaflutningum og öðru því sem bíður upp á gjaldtöku. Ég þekki tilfelli þar sem drukknir starfsmenn óku um virkjanasvæðið og líka þar sem erlendir starfsmenn óku út af Kárahnjúkaveginum sauðdrukknir, enda engin hætta á löggæslu upp á Kárahnjúk.

Maður spurði sjálfan sig stundum að því, hvort eingöngu væru ráðnir rukkarar í þessi opinberu störf, og hvort þessum stofnunum væri bannað að koma á staðin nema þeim væri boðið.

Allir alvöru blaðamenn, vinna sína heimavinnu áður en þeir rjúka með fréttir í útsendingu, og ritstjórar eru ráðnir til að fylgjast með gæðum vinnu.

RÚV vill halda tiltrú og trausti, en svona vinnubrögð gera einmitt hið gagnstæða, vilji stofnunin láta taka sig alvarlega verður að taka þetta mál til umfjöllunar og vanda til verka, tala við hreinskiptna heiðarlega starfsmenn, og bera saman sambærilega hluti. Spyrja þarf hver sé að skrá slys, hvernig er slys skilgreint, hjá hverjum starfar skráningaraðilinn, er viðleitni til að draga úr skráningu og eða hvatning til staðar, hvað hafa margir slasast við byggingu stálgrindarhúsa á báðum stöðum á unna vinnustund, hvaða Íslensku stofnanir og eða aðilar sinna eftirliti á stöðunum og hver er tíðni heimsókna frá þeim, er krafist úttekta byggingarfulltrúa á verkum, er krafist úttekta vinnueftirlits, er veitt undanþága frá lögum og reglugerðum um eftirlit vinnueftirlitsins, og ef svo er ekki þá spyr maður sig hvers vegna ekki er tekið á þeim sem ekki hlíta lögum og reglum, bæði verktökum sem opinberum eftirlitaðilum, ofl ,ofl.

Í mínum huga eru svona vinnubrögð eins og voru viðhöfð við þessa svokölluðu frétt, ekkert nema fúsk og áróður blaðafulltrúa, en því miður virðast Íslenskir blaðamenn hafa gengið í hópum, til starfa sem væntinga og ímynda sölumenn, hjá hinum ýmsu sveitarfélögum og fyrirtækjum. Hinir sem eftir sitja virðast ekki geta slitið tengslin við gömlu starfsfélagana, og gleypa nánast allt hrátt sem að þeim er rétt.

En það ekki einmitt ástæðan fyrir ásókn fyrirtækjanna í fyrrum blaðamenn sem fréttafulltrúa.

Annars hefur það ávalt vakið athygli mína, hvað fréttaflutningur frá svæðisútvarpi austurlands er alltaf jákvæður, meira líkur ímynda sköpun en fréttaflutningi.

 

Ég starfaði frá 2004 til 2006 við framkvæmdareftirlit á Kárahnjúkum og tel mig því vita eitthvað um verkefnið, og mæli eindregið með því að farið verði að bera saman sambærilega hluti, en ekki endalaust að bera á borð ábyrgðarlausan áróður og þvælu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband