Hið tvöfalda siðferði

Finnst þessi frétt úr Vísir vera lýsandi dæmi um siðferðis tvöfeldni sem einkennir svo margt, engin viðbrögð fyrr en samherjar verða fyrir aðkast.

Er ekki undirstaða friðar virðing fyrir lögum og stjórnarskrár bundið að allir skulu jafnir fyrir lögum.

Vísir, 20. okt. 2009 18:41

Hvetur mótmælendur til að virða friðhelgi einkalífs

mynd
Jóhanna Sigurðardóttir.

Aðfarir og skemmdarverk sem beinast gegn heimilum fólks eru fordæmd í ályktun sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun. Forsætisráðherra segir að mótmæli sem hafi þann eina tilgang að ógna fólki og vekja ótta hjá börnum eigi aldrei rétt á sér.

Á síðustu mánuðum hafa fjölmörg skemmdarverk verið unnin á eigum áberandi manna í viðskiptalífinu. Í flestum tilvikum hefur rauðri málningu verið skvett á hús þessara einstaklinga en einnig eru dæmi um að bílar hafi verið eyðilagðir.

Skemmdarvargar hafa einnig herjað á heimili stjórnenda orku-og stóriðjufyrirtækja. Í síðustu viku var svo mótmælt fyrir framan heimil Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, vegna þeirrar ákvörðunar um að vísa fjórum hælisleitendum úr landi.

Í ályktun sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun eru aðfarari og skemmdarverk sem beinast gegn heimilum fólks fordæmd skilyrðislaust.

„Okkur er ofarlega í huga til dæmis varðandi Rannveigu Rist þar sem að hún hlaut skaða af vegna sýru sem hún fékk´i andlitið og auðvitað líka dómsmálaráðherra. Við erum auðvitað að tala um þær aðfarir sem hafa verið almennt að einkaheimilum undanfarna mánuði," sagði Jóhanna Sigurðardóttir.

Ríkisstjórnin hvetur mótmælendur til að virða friðhelgi einkalífs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband