Þriðjudagur, 8. desember 2009
Steingrímur J er stuðningsmaður
Steingrímur J hlítur að vera maður orða sinna og sjálfum sér samkvæmur s.b.r:
Steingrímur J. Sigfússon, 4. mars. 2003:
"Bornar voru upp tvær spurningar, annars vegar hver væru viðhorf fólks til þjóðaratkvæðagreiðslna almennt um mikilvægustu mál þjóðarinnar, og rétt tæp 80% eru þeirrar skoðunar að þau eigi að ráðast í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þetta skiptir máli vegna þess að stundum er sagt við okkur að þjóðaratkvæðagreiðslur séu í rauninni bara einhver afbökun á því fyrirkomulagi sem við höfum valið okkur, notuð sú röksemdafærsla að af því að við kjósum okkur þingmenn á fjögurra ára fresti sé verið að taka eitthvert hlutverk af þeim ef þjóðin fær að segja sína skoðun. Þetta er auðvitað fráleitur málflutningur. Það er aldrei hægt að nota slík rök gegn beinu lýðræði. Það er ævinlega rétthærra heldur en eitthvert fulltrúalýðræði af þessu tagi, að sjálfsögðu með fullri virðingu fyrir því. Þjóðin er þeirrar skoðunar að mikilvægustu mál eigi að leggja í hennar dóm, eðlilega..."
---
"Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði. Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri. Menn geta alveg eins haft ónefnd orð um gáfnafar þjóðarinnar, og það ætla ég a.m.k. ekki að gera."
---
"Það á ekki að standa svona að málum þegar jafnafdrifaríkir hlutir eru á ferðinni. Það er algert lágmark að þetta mál fái að fara til þjóðarinnar.Það er ein mjög góð röksemd eftir, herra forseti, og hún er sú að við þurfum að lifa með niðurstöðunni."
---
Kosningaáherslur Vg á landsfundi í mars 2009:
Kosningaáherslur VG samþykktar á landsfundi í mars 2009: "Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar (t.d. 20%) geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um öll stórmál eða krafist þingrofs og nýrra kosninga."
---
Steingrímur J. Sigfússon, 4. des. 2009:
"Sum mál eru ekki til þess fallin að leggja undir þjóðina"
Heimild:
http://www.althingi.is/altext/128/03/r04133818.sgml
Um 31 þúsund skora á forseta Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Það á ekki að ver að grínast með Ragnar Reykás hann hefur alltaf rétt fyrir sér.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 8.12.2009 kl. 08:52
varðandi gáfnafar íslendinga.. þá eru þeir pottþétt undir meðallagi...
Óskar Þorkelsson, 8.12.2009 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.