Ævarandi skömm

Það er því fólki sem hvetur til átaka og styður við stríðsrekstur sameiginlegt, að enginn af þessum digurbarkalegu æsingar mönnum og konum mun fara í fremstu víglínu.

Allt þetta lið ætlast til þess að aðrir fórni lífi sínu, eða örkumlist fyrir þeirra orð.

Sjálfskipaðir "sérfræðingar" í varnarmálum belgja sig út og hvetja til átaka, en eru of kjarklausir til að fara sjálfir á vígvöllinn.

Hættum að hlusta á raggeiturnar sem eru að etja saman fólki og færa falsfréttir sem réttlætingu fyrir mannfórnum.

Höfum sjálf samband við "Óvininn" og þá kemur í ljós að það er nánast enginn munur á þeim og okkur, flest fólk er friðsamt og vill frið, öryggi og samskipti, en öfgaöflin beita lygum og fölsunum til að skapa sundrungu sem þóknast stríðs iðnaðinum.

 Sagan sannar svika slóðina.Fórnin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband