Farinn er maður margra vina

Hákon Aðalsteinsson fyrrum skógarbóndi lést í gær, mikill hagyrðingur og andans maður sem skildi eftir handa okkur margar perlur.

Ég leifi mér að birta eina þeirra, sem segir meira en ég get orðum komið að.

 

Mannlífsins bratta bára
ber okkur milli skerja,
víðfeðmar okkur velur
vegleiðir stundu hverja
markandi mannsins tíma
meitlandi spor í grundir
mótandi margar götur
misjafnar ævistundir.

Lokið er vöku langri
liðinn er þessi dagur,
morgunsins röðulroði
rennur upp nýr og fagur.
Miskunnarandinn mikli
metur þitt veganesti,
breiðir út ferskan faðminn
fagnandi nýjum gesti.

Nú er vík milli vina
vermir minningin hlýja.
Allra leiðir að lokum
liggja um vegi nýja.
Við förum til fljótsins breiða
fetum þar sama veginn,
þangað sem bróðir bíður
á bakkanum hinu megin

Eftir Hákon Aðalsteinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband