Þriðjudagur, 23. mars 2010
Seint um rass gripið
Það er gott að skoða málið vel og gaumgæfilega, svona mánuðum eftir að þúsundir eru fluttar úr landi og hundruð eigna er búið að bjóða upp.
Þetta er svona svipað og taka upp þann sið að kryfja sjúklinga eingöngu en ekki hjálpa fólki fyrir andlátið.
Mikil er stjórnviskan og viðbrögðin á hraða eldingar, eða hvað.
![]() |
Rannsókn á skuldastöðu heimila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. mars 2010
Ragnar Reykás einkennið
Þessi ríkisstjórn virðist ekki geta staðið í lappirnar í neinu.
Fyrst var lagst á bakið fyrir Bretum og Hollendingu, nú virðist eiga að endurtaka leikin gagnvart LÍÚ ofbeldi.
Það á einfaldlega að setja auðlindir landsins sem þjóðareign og binda í stjórnarskrá.
Leifið þjóðinni að kjósa um þetta.
Hver stjórnar hér landinu, ríkið eða LÍÚ.
![]() |
Ætla að hitta forustu SA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. mars 2010
Hafa skal gát í nærveru sála
Þetta er ein ástæða þess að ég hef gagnrýnt skrímsladeild frétta hamfara manna, fræðimenn og aðrir verða að hafa í huga fólk af erlendum uppruna og gamalmenni þegar þeir í barnslegri gleði sinni fara að fjalla um sitt ævistarf og áhugamál.
Það er ekki öllum gefið að hafa upplifað eldgos og sviptingar í náttúrunni, gætum því hófs í umfjöllun og svo get ég ekki orða bundist varðandi umfjöllun stöðvar tvö sem er þessari annars ágætu fréttastöð til skammar.
![]() |
Hvolsvöllur ekki Pompei norðursins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 22. mars 2010
Eyðslugleði og sýndarmennska
Hin nýja flugvél landhelgisgæslunnar er víst mjög vel tækjum búin og því er alger óþarfi að hafa einhverja spekinga elítu fljúgandi um í vélinni yfir gosstöðvunum.
Fagfólkið sem þarf að fá gögn getur unnið úr þeim við skrifborð og fengið öll þau gögn sem landhelgisgæslan hefur, td myndir og mælingar sendar til sín.
Þá getur þetta fólk lesið af mælitækjum sem hinir ýmsu eru búnir að koma þarna fyrir, og eða óskað eftir því að fá frekari gögn.
Það er engin ástæða til að senda þetta fólk á staðinn nema í undantekningar tilfellum, því er verið að hætta óþjálfuðum háskólamenntuðum sérfræðing inn á svæði til að afla upplýsinga sem þjálfaður björgunarsveitamaður getur aflað.
Svona smá útgáfa af þættinum spekingar spjalla er eflaust góð skemmtun fyrir þetta fólk en alger óþarfi að gera það í rándýrri vél landhelgisgæslunnar.
Ráðherrar og aðrir slíkir geta bara fengið upplýsingar hjá stjórnsýslunni eða keypt sér útsýnisflug fyrir eigin peninga en ekki verið að misnota skattfé okkar, sjálfum sér til yndisauka en engum til gagns.
Það er verið að skera niður á sjúkrahúsum landsins og skerða þjónustu um allt samfélagið, því svíður manni þetta andskotans bull sem felst í að fljúga á þyrlum og flugvélum fyrir miljónatugi með yfirstéttar lið á kostnað skattborgara en vísa á sama tíma veiku fólki út á götu.
Þyrlur landhelgisgæslunnar hafa verið notaðar til hraðamælinga og eftirlits með rjúpnaveiði sem og í útsýnisflug með silkihúfur, þetta eru tæki sem kosta hundruð miljóna og kostar hundruð þúsunda að halda í rekstri hvern dag, því ofbýður manni þegar yfirvöld sem væla um fjárskort eru að nota þessi tæki svona eins og krakkar með leikföng.
Er ekki komin tími til að yfirstéttin í samfélaginu fari að halda aftur af sér í útgjaldagleði með okkar skattfé eins og spilapeninga í almannatengslaleik.
Það þarf að fæða, klæða og hjúkra fólki fyrir þessa peninga.
![]() |
Ráðherra skoðaði gosið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 21. mars 2010
Anda með nefinu
Það er einkenni allra hamfara náttúrunnar að hópur fræðimanna kemur í kjölfarið og fer á mikið hugarflug um leið og sögulegri þekkingu er komið á framfæri.
Gott er að hugsa fram í tíman og vera búin undir það versta en er skynsamlegt að mála alltaf andskotann á veggin og gera ráð fyrir endalokum heimsins.
Það er nefnilega svo að mikið er til að fólki sem ekki má við svona hræðslu fræðslu og betra fyrir menn að anda með nefinu og velja orð sýn í fjölmiðlum með tilliti til þess sem er að gerast en ekki fara að gera sér í hugalund hvað gæti gerst ef allt færi á versta veg.
Ísland er nefnilega einn risastór tappi í eldgíg sem nær inn að möttli og óþarfi að velta sér upp úr viðbragðsáætlun eða hugleiðingum um slíkt gos.
Anda með nefinu kæra fólk, líka gott að anda í bréfpoka smá stund.
![]() |
Þurfum að fylgjast með Kötlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 20. mars 2010
Stjórntæki trúarinnar
Mikið afskaplega er sorglegt að sjá þau systkin trú og fáfræði leiðast um heiminn og skaða mannanna börn sem og aðra.
Nánast öll okkar hafa þessa þörf fyrir það að trúa á eitthvað æðra en okkur sjálf, og enginn skortur er víst á fólki til að misnota þessa þörf okkar sjálfu sér til valdsauka og framfærslu.
Valdastéttin var fljót að sjá hvað miklum tökum trúin hefur á fólki og hefur í flestum ríkjum heimsins innlimað stjórnendur hinna ýmsu trúarbragða og nýtt til að hjálpa til við stjórnun almennings.
Það hefur verið öflugt að geta hótað fólki vísa vist í helvíti ef það ekki hlýðir valdsmönnum og mörg veikburða manneskjan hefur gefið kirkjunnar mönnum aleiguna, eftir að búið er að skelfa úr fólki við dauðans dyr alla von með hótunum um vist í helvíti og eilífri pínu.
Ríki og kirkju á skilyrðalaust að aðskilja að fullu og halda öllum eigum kirkjunnar hjá ríkinu, trúfrelsi á að ríkja en það hlýtur að teljast eðlileg krafa að söfnuðir sjái sjálfir um sýna fjármögnun og rekstur.
Ég segi trúfrelsi, með þeim fyrirvara að trúarbrögð sem boði ofsóknir gegn öðrum eða mismunun sem ekki er samræmanleg samfélagi okkar verði undanskilin.
![]() |
Dæmdur til dauða fyrir svartagaldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 20. mars 2010
Jákvætt
![]() |
Vilja lána óháð Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 20. mars 2010
Mikil vinna
Það er alveg við hæfi að óska nýjum formanni til hamingju með kosninguna og óska honum og hans samstarfsfólki velfarnaðar í starfi, ekki veitir af.
Svo mun tíminn leiða í ljós hvernig til tekst, hvort aðeins séu komin ný andlit á gamla þorskinn eða hvort nýir vindar blási um sali.
![]() |
Eru bjartsýn á framtíð flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 19. mars 2010
Lífið er fiskur
Það er merkilegt hvað þessi flokkur og hans talsmenn virðast fastir í gamla vertíðarandanum þegar lífið var fiskur og aftur fiskur.
Stundum skrepp ég til frænda og hans spúsu til að fá lánaðan bátinn þeirra og dreg nokkra þorska úr sjó í soðið fyrir mig og mína.
Kyrrðin, ölduhreyfingin, sjávarilmurinn og gutlið í hafi er sem samanþjöppuð slökunar vika á einni klukkustund og maður nýtur þess.
Það er samt líf eftir veiðar og vinnslu aflans, maður getur vel litið upp og talað um eitthvað annað en fisk.
Því miður virðist Frjálslindaflokknum og hans talsmönnum ganga illa að tala um annað og því er oftast talað um eins máls flokk manna á meðal þó þeir hafi í stefnuskrá fjöldann af öðrum málum sem virðast nánast enga umfjöllun fá.
Ég held að Grétar nokkur Mar sé fyrir þó nokkru búin að átta sig á þessu og er því ásamt öðrum búin að safna liði til að berjast gegn kvótaómyndinni á vettvanginum http://www.þjóðareign.is/.
Það átak gæti bjargað þessum flokk frá því að hverfa inn í minninguna sem sértrúarsöfnuður gamalla trillukarla, ef verkefnið heppnast og þjóðin fær að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort auðlindirnar yrðu þjóðareign.
Vonandi tekst nýjum formanni að breyta þeirri ímynd flokksins að þetta sé eins máls flokkur sérvitringa, yfir í það að teljast víðsýnn lýðræðisflokkur sem er opin fyrir nýjum straumum og hvetur til öflugs, lifandi málefnastarfs.
Rífi þessi flokkur sig ekki upp úr fiskikarinu er útför framundan.
Sjá líka http://skagstrendingur.blog.is/blog/skagstrendingur/entry/1032429/
![]() |
Hefði verið betra að hlusta á Frjálslynda flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 19. mars 2010
Jákvætt
Það er gaman og gott að sjá hugvit og hugmyndir virkjaðar en er ekki tilvalið að efla svona framtak, með til dæmis því að nýta þær byggingar sem standa auðar af einhverjum ástæðum út um allt land til nýsköpunar, það er alveg tilvalið að hvetja sem flesta til að hefja rekstur og eða auka þá starfssemi sem hafin er.
Með því að bjóða laust húsnæði fyrir litla leigu eða sem samsvarar kostnaði við rekstur húsnæðis er hægt að gera fólki kleift að hefja rekstur án mikils byrjunarkostnaðar.
Ég er sannfærður um að það eru margir sem hafa bæði hugmyndir og viljann til að hefja rekstur, en vantar bara hvatninguna og aðstöðu til að fara af stað.
![]() |
Fyrirferðarmiklir frumkvöðlar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |