Hópslys á austurlandi

Veðrið 22-2-2010

Þegar þetta er skrifað eru fréttir óljósar en ég vona að engin sé alvarlega slasaður, ástæða skrifanna er til að vekja athygli á því að flytja verður slasaða til Neskaupsstaðar og þó flug hálka sé er fært þangað núna, ef einhver er illa slasaður þarf sjúkraflug til Akureyrar frá Egilsstaðarflugvelli.

Hér er mynd sem sýnir ástandið á vegakerfinu núna og það hefði geta verið verra.

Er ekki ráð að endurskoða heildarmyndina varðandi staðsetningu staða sem geta veitt skyndihjálp á Íslandi og fara að vinna með heildarmyndina í huga í stað þess að byggja eitt stórt hátæknisjúkrahús í Reykjavík en fjársvelta um leið landsbyggðina og þar með tel ég Reykjanesskagann.

Oft er talað um að heimskur maður setji öll eggin í sömu körfuna og sú speki kemur mér oft upp í huga varðandi hátæknisjúkrahúsið sem reist er á hugsanlegu svæði  eldgosa og jarðskjálfta, í stað þess að halda því sem til er gangandi, og reisa tvö minni hátæknisjúkrahús í sitt hvorum landshlutanum.


mbl.is Níu fluttir á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framfara spor eru lofsverð

Það er gott ef fólk leitar saman að lausnum og betur sjá augu en auga, þetta framtak íbúa á Álftanesi er til fyrirmyndar og ætti að vera öðrum íbúum skuldsettra sveitarfélaga fyrirmynd til eftirbreytni áður en fleiri sveitarfélög verða komin í sömu stöðu.

Hér á austurlandi virðist vera víða brostin á flótti úr röðum sveitarstjórnarmanna sem tóku lán og fjárfestu duglega í góðærinu þannig að núna þegar þörf er á að ráðast í framkvæmdir til að halda atvinnulífinu gangandi eru nánast allir sjóðir tómir og skuldsetningin að verða slík að verkefni næstu sveitarstjórnar er að skera niður inn að beini til að lifa út næsta kjörtímabil.

Framfara spor eru lofsverð og viðbrögð íbúa á Álftanesi tel ég vera leiðbeinandi um hvernig ber að bregðast við vandanum sem er framunda, það nefnilega besta lausnin að fá væntanlega greiðendur lánanna til að taka þátt í niðurskurði útgjalda og forgangsröðun verkefna.


mbl.is Íbúar Álftaness búnir að fá nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnubrögð Stasi

Ef vinnustaðaskírteinin verða notuð sem þvingunartæki fyrir stéttarfélöginn er komin upp Íslensk útgáfa af Stasi, hinni illræmdu Austur Þýsku leyniþjónustu.

Vinnustaðaskírteini eru að mörgu leiti góð hugmynd með mikla möguleika og þörfin er til staðar, en hvers vegna eru ekki sameinuð vinnuvéla, sprengiréttinda og önnur slík skírteini inn í fyrirhugað vinnustaðaskýrteini til að draga úr flækjustiginu og kostnaðinum, hvers vegna er það ekki Vinnueftirlitið sem annast eftirlit í stað þess að draga inn stéttarfélögin.

Með vinnustaðaskírteinum er hægt að tryggja það að starfsmenn séu skyldutryggðir,hafi sótt öryggisnámskeið og geti sýnt staðfestingu á starfsferilskrá, sýnt fram á verkkunnáttu eða til dæmis staðfest námskeiðsþátttöku í fyrstu hjálp, séu löglegir starfsmenn og skattgreiðendur.

En það að setja stéttarfélögin inn sem eftirlitsaðila með þessu kerfi er ekkert nema upptaka á mafíu vinnubrögðum því þetta kerfi verður notað af stéttarfélaga mafíunni sem innheimtukerfi félagsgjalda og þvingunartæki til að tryggja áframhaldandi þvingaða félagaðild fólk, sem er í sjálfu sér ógeðfelld þvingun gegn sjálfræði einstaklinga og ekki lagaskilda þó öðru sé oftast haldið fram af forkólfum stéttarfélaga sem hafa í áratugi barist innbyrðis um það hvaða stéttarfélagi fólk tilheyrir vegna félagsgjaldanna.

Í áratugi hafa stéttarfélögin þvingað vinnuveitendur til að samþykkja forgangsákvæði til vinnu fyrir félagsmenn viðkomandi stéttarfélaga og þannig komið í veg fyrir að stofnuð væru ný stéttarfélög eða að þessi einokun á vinnumarkaði væri brotin á bak aftur, og svo hafa félögin skipt upp á milli sín svæðum landsins og flokkað einstaka starfsheiti sem sín störf með réttinum til innheimtu félagsgjalda.
Vinnustaðaskírteini verða notuð sem enn eitt þvingunarúrræðið til að tryggja tilvist félagana og tekjuöflunar í formi hótana um starfsmissi ef fólk er utan félaga, þetta hindra alla von um endurnýjun eða framþróun félaga og eða frjálst val um hvaða lífeyrissjóð þú treystir eða stéttarfélagi þú vilt tilheyra.

Á sínum tíma var þvingun talin réttlætanleg en tímarnir hafa breyst og gömlu hugsjónamennirnir eru flest allir horfnir á braut, í staðin hafa flokksdindlar og hálaunað sjálftökulið hreiðrað um sig í stjórnum stéttarfélagana.
Í dag eru flest öll stéttarfélögin ekkert nema afætur á félagsmenn og hafa mestan áhuga á að ná inn félagsgjöldum af skráðum meðlimum sem flestir hafa aldrei óskað eftir inngöngu frekar en skráðir meðlimir þjóðkirkjunnar.

Hvaða frelsi eða virðing fyrir frjálsu vali einstaklinga er í samfélagi sem byggir sig upp á þvingaðri félagaðild gegn vilja viðkomandi.
Gerir fólk sér grein fyrir þeim hundruðum miljóna sem stéttarfélögin skrapa saman úr launaumslögum fólks á hverju einasta ári og svo raðar stéttafélagsliðið sér í stjórnir lífeyrissjóðanna og víða annarsstaðar fyrir launakjör sem eru sem ævintýrasögur fyrir almenna félagsmenn.

Sem betur fer eru samt víða starfandi hugsjónamenn og fólk sem vinnur vel fyrir félagsmenn og það fólk á lof skilið, en fólk verður af fara að mæta á félagsfundi til að hreinsa til í þeim félögum sem starfa frekar sem mafíur en stéttarfélög.

Að Félagsmálaráðherra flytji frumvarp til laga sem leppur fyrir stéttarfélögin segir allt sem segja þarf um hans virðingu fyrir frjálsu vali einstaklinga og það að framselja eftirlitshlutverkið til þeirra sem helst hafa hagsmuni af áframhaldandi stöðnun og þvingaðri félagsaðild, er sem upptaka á vinnubrögðum hinnar illræmdu Austur Þýsku leyniþjónustu Stasi.

Samfylkingin er orðin sem lifandi komin eftirmynd af sögunni Animal Farm eftir George Orwell, og við þjóðin erum sem dýrin á búgarðinum eftir brotthvarf drykkfelda sjálfstæðis bóndans.

Við hefur tekið lið sem ætlar að drepa niður allt frumkvæði og er að slökkva vonarneistana um breytingar í átt að gegnsæju og frjálsu samfélagi, þar sem einstaklingum er sýnd sú virðing að hafa valrétt.

Setti tengingu inn á kvikmyndina Animal Farm í tenglalistan, undir stjórnmál efst til hægri á síðuni.


mbl.is Vinnustaðaskírteini og eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki gott vinnulag

Ég hef staðið í þeirri trú að eina leiðin til að brjóta á bak aftur fíkniefnasala og skipulagða glæpi væri með samvinnu lögreglu og almennings.
Núna þegar lögregla virðist vera að nálgast það að missa tökin á baráttunni vegna skorts á fjármunum og lagaramma sem er úreltur að miklu leiti kemur þetta framtak.
Það að fara um og löðrunga fólkið sem maður þarf aðstoð frá hefur aldrei talist gáfumerki og er frekar sem stuðningur við andstæðinginn en hitt.
Er þetta það samfélag sem við viljum byggja upp, þar sem komið er fram við saklaust fólk sem glæpalýð sem loka má inni í byggingum á meðan gramsað er í persónulegum eigum.
Finnst fólki þetta virkilega í lagi án þess að rökstuddur grunur liggi fyrir.
Viljum við búa í ríki ótta, þar sem svartstakkar ríkja.
mbl.is Óskar skýringa á fíkniefnaleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppboð fór fram á Álfaskeið 74

Uppboð fór fram á Álfaskeið 74 í Hfn. Eigandi var staddur í Noregi en leigjendur voru ekki á staðnum. Brotist var inn í íbúð af lásasmiði.

Hér er slóðin á myndband sem sýnir þá uppákomu:

http://www.youtube.com/watch?v=2f7doUGfDX4

Þúsundir heimila eiga von á þessu í boði skjaldborgar Samfylkingarinnar um heimilin í landinu.


Hverju ber að trúa

Setti hér inn til gamans frétt af sama atburð frá þremur miðlum, bloggað er við fréttina hjér á MBL.IS næsta frétt fyrir neðan er frá RUV.is og svo er neðsta útgáfan frá Vísir.is

Það komu sem sagt nokkur hundruð manns, 400 manns og 800 manns eða verðum við ekki bara að taka meðaltalið og giska á 600

Fyrst birt: 13.02.2010 16:15 GMTSíðast uppfært: 13.02.2010 17:00 GMT

Nokkur hundruð á Austurvelli

Kröfufundur á Austurvelli 13. febúar 2010.Nokkur hundruð manns söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú, á tíunda kröfufund samtakanna Nýs Íslands. Samtökin höfðu boðið Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, að tala á fundinum og skýra frá því hvað bankinn geti gert til að hjálpa fólki í fjárhagskröggum. Birna afþakkaði boðið og svaraði því til, að upplýsingar um úrræði bankans væri að finna á heimasíðu hans.

frettir@ruv.is

 Vísir, 13. feb. 2010 15:10

Hátt í 400 manns á Austurvelli

Hátt í fjögurhundruð manns eru nú stödd á mótmælafundi á Austurvelli en þar hefur fólk safnast saman síðustu mánuði á hverjum laugardegi. Mótmælin eru skipulögð af samtökunum Nýtt Ísland og Hagsmunasamtökum heimilanna.

Fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna flytur Ólafur Garðarsson varaformaður erindi um boðað greiðsluverkfall. Þá mun Lúðvík Lúðvíksson ávarpa fundargesti og gera áskorun á Íslandsbanka, en Birnu Einarsdóttur bankastjóra var boðið að mæta á fundinn en hún afþakkaði.

 
mbl.is 800 manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnubrögð skæruliða

Alveg er þetta dæmigert fyrir vinnubrögð manna með slæma samvisku sem hafa vond verk til að verja.

Steingrímur sendir vin sinn Indriða til að vinna skemmdarverk á væntanlegum viðræðum um hagstæðari Icesave samningskjör, með því verður kannski bjargað orðstír sendisveina Steingríms þeim Svavari og Indriða en öllum meðulum verður beitt til að koma í veg fyrir að þjóðin felli Icesave samkomulagið og lögin.

Það er bara gott að draga svona skjöl upp á borðið til síðari tíma söguskoðunar en að draga upp gömul drög af samningum núna er ekkert nema vísvitandi skemmdarverk að hætti örvæntingafullra skæruliða.

Það er samt gott að þjóðin fái að sjá hver forgangsröðunin er, fyrst er það flokkurinn og fylgismennirnir, svo er það að ríghalda sér í ráðherrastólanna og tryggja að flokkarnir haldi föstum greiðslum úr ríkissjóð óskertum á meðan réttu fólki er raðað í stjórnir fyrirtækja og opinberarnefndir.


mbl.is „Reyna að þvo hendur sínar af eigin verkum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örvænting hins vonda málstaðar

Mikil er örvænting þeirra manna sem leita uppi gömul vinnuskjöl til að reyna að réttlæta vondan samning og langt síðan maður hefur séð svona skammarleg vinnubrögð.
mbl.is „Stendur fyrir sínum skrifum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með það

Það er gaman að lesa loksins jákvæða frétt um væntanlega atvinnu fyrir fjöldann allan af fólki.
mbl.is Útboð vegna Búðarhálsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínarí með Lífeyrissjóðina

Nú er verið að leggja af stað með Lífeyrissjóðina sem skotasilfur og kaupa rétt fyrirtæki af réttum eigendum á réttu verði til að afhenda réttum aðilum aftur seinna, það verða örugglega réttir aðilar með réttar skoðanir settir í stjórnir fyrirtækjanna og hæfi stjórnenda verður ekki fyrirstaða.

Annaðhvort verða launþegar að fara að mæta á fundi og gera breytingar eða stofna bara ný stéttarfélög og gefa þeim gömlu bara fingurinn.


mbl.is Hagar vafalítið skoðaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband