Föstudagur, 5. mars 2010
Virðir ekki lýðræði
Jóhönnu er velkomið að kjósa nei eða skila auðu en það er ótrúlegt að hún og margir hennar fylgismenn ætli ekki að mæta á kjörstað og segja með því að lýðræði sé tímasóun.
Er hún ekki að þakka kjósendum stuðninginn og sýna hug sinn til þeirra vilja.
![]() |
Jóhanna ætlar ekki á kjörstað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 26. febrúar 2010
Þýfi eða hvað
Var þetta fé sem Pálmi átti og hafði heimild til að ráðstafa eða var þetta lánsfé og eða eigið fé fyrirtækis í eigu margra aðila.
Sé verið að gefa í skyn að Pálmi hafi verið að stela og Jón Ásgeir að taka við þýfi er mikilvægt að fréttir um slíkt séu rökstuddar með gögnum.
Hafi þessir menn verið að stela annarra manna fé og beita blekkingum, nýta sér glufur í lögum og reglum er mikilvægt að fara yfir regluverkið og bæta það.
Það virðist vera lögmál að engin manneskja er heiðarlegri en hann eða hún kemst upp með
![]() |
Fons afskrifaði milljarðslán tveimur árum fyrir gjalddaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. febrúar 2010
MBL fær hrós fyrir þessa vinnu
Fyrir það á MBL og blaðamaðurinn hrós skilið.
![]() |
Enn fjölgar gjaldþrotum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. febrúar 2010
Pólitísk rétthugsun
Það er greinilegt að pólitísk rétthugsun verður lykillin og nú verður spariféð okkar notað af fólki sem ekkert eigið fé á í þessum sjóðum til að skipta um stjórnendur í yfirteknum fyrirtækjum.
Eflaust verður gætt að því að rétt kynfæri séu á þeim sem til stjórnunar verða skipaðir og að pólitísk rétthugsun ríki.
Fólk fordæmdi aðskilnaðarstefnu Suður Afríku vegna litarháttar en blessar Íslenska aðskilnaðarstefnu vegna kynfæra.
Það á að ráða hæfustu einstaklingana til starfa á grundvelli þekkingar og reynslu en ekki endurtaka mistök fyrri áratuga, þegar reynslulausir en hámenntaðir háskólastrákar tóku við bankakerfinu og keyrðu í þrot.
Ef þessi frétt er rétt, er mikil vá fyrir dyrum og yfirlýsingar stjórnarformansins sem fer með annarra manna fé um að flokka fólk eftir pólitískri rétthugsun en ekki lögum og viðskiptalegum rökum valda hroll.
![]() |
Framtakssjóður Íslands fjárfestir til að hafa áhrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 24. febrúar 2010
Feigðarför
Þetta er upphafi á feigðarför Íslensks samfélags inn í hægfara niðurdrepandi regluverk hins deyjandi Evrópska samfélags, þar sem búið er að drepa mest allt frumkvæði og banna sjálfsbjargarviðleitni.
Sé það virkilega draumur svokallaðra forustumanna í samfélaginu að hér verði andlaust samfélag ófrjálsra færibandaþræla, er illa komið.
Þetta er sorgardagur.
![]() |
Mælir með aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 24. febrúar 2010
Ömurlegur orðspor stjórnmálamanna
Það hlýtur að vera ömurlegasti orðstír sem hugsast getur fyrir fólk sem kennir sig við félagshyggju og gasprar um lýðræði á tyllidögum, að hafa gert og vera enn að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir lýðræði og tjáningarfrelsi kjósenda.
Flestir stjórnmálamenn hamast við að reisa byggingar og önnur mannvirki svona eins og minnismerki um þá sjálfa og þeirra tíð, aðrir reyna að komast á spjöld sögunar með tímamótamálum eins og Icesave málum og umsóknaraðild að ESB.
Því er sorglegt að sjá hvað Jóhanna og Steingrímur eru þröngsýn og lokuð inn í eigin heim fortíðarverka.
Kannski skiljanlegt ef fortíðin er skoðuð.

![]() |
Íslendingar hafa náð frumkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 24. febrúar 2010
Nornaveiðar
Hvar eru sannanirnar gott fólk, ekki bara fullyrðingar og upphrópanir.
Komið með staðreyndir og kærið ef sannanir finnast um sekt, látið ekki nota ykkur eins og stjórnlausan lýð sem leitar að einhverjum til að hengja til að fá útrás á reiði sinni, hvort sem viðkomandi er sekur eða saklaus.
Það er til fólk sem notar aðra til illra verka, fallið ekki í þá gryfju.
http://valli57.blog.is/blog/valli57/#entry-1022168
![]() |
Segir viðmót viðskiptavina Haga annað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 24. febrúar 2010
Saklaus þar til sekt er sönnuð
Man engin eftir þessum grunni réttaríkisins, saklaus þar til sekt er sönnuð.
Getur einhver sagt mér hvað Jóhannes hefur gert og rökstutt eða sannað sekt hans.
Ég er ekki að óska eftir órökstuddum fullyrðingum og upphrópunum, heldur rökum, vísun í lagagreinar sem Jóhannes hefur brotið og vísun í skjalfestar sannanir eða trúverðug vitni til að staðfesta brot.
Ég þekki þennan einstakling ekkert en veit að eitt fyrirtækja hans Bónus, hefur verið okkur fyrir austan betri kjarabót en allir kjarasamningar undanfarin áratug og ef þessi lágvöruverslun hyrfi héðan væri illa komið.
Hverjir eru Jóhannesi reiðir, eru það heildsalarnir sem hann hefur pínt eða samkeppnisaðilarnir sem hann hefur sigrað, er það láglaunaður almúginn sem hann hefur styrkt með lágu vöruverði og árlegum miljónastyrkjum til mæðrastyrksnefndar árlega.
Ef Jóhannes hefur engin lög brotið, er þá ekki rétt að kalla þá sem lánuðu fé til fyrirtækja hans til ábyrgðar á gjörðum sínum.
Mér leiðist að horfa á nornaveiðar, er ekki stjórnendum sjóða vel greitt vegna þeirra miklu ábyrgðar.
Er ekki ráð að kalla þá til ábyrgðar og hætta að níða duglegan kaupmann.
![]() |
80% vilja ekki Jóhannes í Bónus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 23. febrúar 2010
Taka verður á vandanum, ekki bara fresta
Í aðdraganda kosninga 2009 var mikið talað og malað um skuldir heimilanna, þær eru enn að aukast þó mörg fögur orð hafi verið sögð af frambjóðendum til að afla fylgis.
Margoft áréttaði ég á framboðsfundum að það yrði að taka á þessu með afgerandi hætti í stað skyndilausna sem frestuðu bara vandanum.
Við nauðungarsölu á fasteign fara fram afskrift á áhvílandi skuldum sem eru umfram mat á söluverði fasteignar á almennum markaði, því er það ekki annað en tímaspursmál hvenær slíkar afskriftir verða gerðar á skuldum þúsunda heimila
Það þarf að grípa inn í fyrirséða atburðarás með lagasetningu sem færir ráðgjafamiðstöð heimilanna vald til að skipa skiptastjóra til handa hverjum þeim eiganda fasteignar (ekki fyrirtækjum) sem eftir því óskar og ráðgjafamiðstöð heimilanna hefur metið greiðslufæra.
Slíkur skiptastjóri ætti að hafa vald til að kalla saman veðhafa og framkvæma þessar afskriftir með lokuðu uppboði á viðkomandi fasteign, þar sem til hliðsjónar yrði haft raunmat á verðmæti eignarinnar. Að þessu loknu yrði fyrri eiganda fasteignar gefin kostur á forkaupsrétt og 36 mánaða leigðu/keyptu fyrirkomulagi, þar sem leiga yrði metin að hluta til sem útborgun.
Einstaklingar sem lent hefðu í alvarlegum fjárhagsáföllum fengju því að búa áfram í sinni íbúð og gætu keypt hana aftur, en væru jafnframt búnir að fá afskrifaða alla yfirveðsetningu.
Fari sem horfir er gert ráð fyrir að þúsundir heimili fari fljótlega í greiðsluþrot sem þýðir sundraðar fjölskyldur og brotnir einstaklingar, persónuábyrgðir vina og vandamanna hafa spunnið vef samábyrgðar í samfélaginu sem mun valda meiri sundrungu í samfélaginu en nokkurt fé fær bætt, slíkum hamförum verður að forða með skipulögðum hætti og langtímalausnum í stað skyndilausna.
Fjárhagslegt uppgjör sem byggir á staðfestri greiðslugetu einstaklinga og á raunverðmæti fasteigna er framtíðarlausn.
Án vonar um viðreisn mun fólk gefast upp eða yfirgefa landið, og eftir sitja verðlausar lánastofnanir með verðlitlar fasteignir í fátækari samfélagi sundrungar og hnignunar.
![]() |
Tekjulágir bera stóra byrði heildarskulda heimila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.2.2010 kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. febrúar 2010
Hættum Schengen þátttöku
Svar dómsmálaráðherra er villandi því ekki er gert ráð fyrir að viðhalda samstarfi við aðildarríkin í formi upplýsingagjafar, né er tekin með í reikninginn tjónið og skemmdirnar vegna glæpalýðsins sem hingað hefur flætt og flutt út þýfi í gámavís.
Það er nóg til að brotafólki hér á landi nú þegar og við þurfum ekki aðstoð brotamanna erlendis frá eins og yfirfull fangelsi landsins vitna um.
Að auðvelda erlendum skipulögðum glæpasamtökum að ná fótfestu hérlendis er glapræði sem mun hefna sýn grimmilega í formi aukinnar fíkniefnaneyslu ungs fólks sem mun grípa til vændis og annarra afbrota til að fjármagna neysluna.
Að nánast galopna landamæri á sama tíma og löggæsla er skorin niður er glapræði.
Ísland er ein af fáum löndum heimsins þar sem hægt er að tryggja öryggi án mikils tilkostnaðar vegna staðsetningar landsins í miðju Atlantshafinu.
Er ekki nær að byggja hér upp öruggt, hlutlaust svæði utan bandalaga svo deiluaðilar heimsins hafi kost á griðastað til að leita leiða til sátta.
Schengen hefur reynst vera okkur til bölvunar, bökkum út áður en það er of seint.
![]() |
Landamæraeftirlit ekki til bóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |