Mánudagur, 28. janúar 2008
Góða ferð, bless bless
Legg til að þeir Íslensku bankar sem eru með einhverjar hótanir um að flytja erlendis fái flutningsstyrk, og að við Íslendingar snúum okkar viðskiptum að þeim bönkum sem við vitum að standa með okkur í gegn um súrt og sætt.
Styðjum sparisjóðina okkar og byggjum þá upp, leifum nýríku drengjunum bara að fara erlendis og spreyta sig, fyrst þeim líður svona illa hér heima.
Legg líka til að þeir nýríku sem flytja úr landi verði látnir kaupa sig aftur inn í Íslenskt samfélag, afturvirkt, þegar þeir koma aftur heim til að eiða ellinni og fá aðhlynningu hérlendis á kostnað okkar hinna, sem höfum alla tíð greitt okkar skatta til samfélagsins.
Góða ferð Kaupþing, bless bless
![]() |
Moody's segir Aaa einkunn Íslands á krossgötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Skemmtileg vísa og saga
Miðvikudagur, 23. janúar 2008
Ég vill þakka U.S.M.C. fyrir aðstoð í Vestmannaeyja gosinu 1973
23 janúar 1973 Hófst eldgos í Vestmannaeyjum, eins og alþjóð veit.
Mér ásamt öðrum skipsverjum Varðskipanna var ýmist smalað saman af lögreglu, eða fengum símtal og komum okkur sjálfir niður á Reykjavíkurhöfn.
Sjálfur var ég ný kominn í land eftir langan túr á vitaskipinu Árvakur, sem sá um að flytja gasflöskur í fjölmarga vita landsins með slöngubátum,og með viðeigandi ævintýrum og vosbúð.
Þreytan seig yfir mig þegar í land var komið, enda átti þetta að vera síðasti túrinn minn og ég afþakkaði annars góðan félagsskap og áform um ærlega skemmtun á Þórskaffi, Klúbbnum, Tunglinu og Röðli.
Tók leigubíl heim í hjarta höfuðborgarinnar, austurbæ Kópavogs. Gekk inn og kastaði kveðju, en fór annars beint inn í herbergið mitt, henti sjópokanum út í horn og sofnaði á leiðinni upp í rúm.
Næsta sem ég vissi var að fósturfaðir minn stóð við rúmagaflinn minn, alveg arfa vitlaus og krafðist þess að vita hvern andskotann ég hefði gert af mér, ég reis undrandi upp og spurði hann hvort hann væri alveg að tapa sér, þá upplýsti hann að tveir lögregluþjónar væru við útihurðina og biðu eftir mér, það lægi mikið á.
Annar lögregluþjónninn gekk inn ganginn og róaði fóstra en bað mig um að drífa mig, ég þyrfti að komast um borð í varðskip strax, Ég greip sjópoka með mér og fór út í svörtu Maríu, sem brunaði niður á höfn, þar var verið að losa landfestar og leggja frá í miklum flýtir, ég náði að stökkva um borð og svo var siglt með fullu vélarafli út úr höfninni og svo keyrt á öllum þeim hestöflum sem náðust úr vélum skipsins til Vestmanneyja.
Á leiðinni kom í ljós að eitthvað vantaði af áhöfn skipsins og var sagt að þeir væru ekki í standi til að koma um borð fyrr en þeir væru búnir að sofa úr sér aðeins, frétti seinna að ballferðin hafði endað í fangaklefum vegna smávægilegra slagsmála og misskilnings, eins og venjulega gerðist.
Þegar við komum til Eyja var fólksflutningum að mestu leiti lokið og okkar hlutverk var að vera síðasta skip frá Vestmannaeyjum, á síðustu stundum eyjarinnar.
Ákveðið var að loka höfninni og stöðva þá flutninga á búslóðum sem voru hafnir til að stefna ekki fleirrum í hættu en við réðum við að flytja með hraði burt, og gátum ráðið við að smala saman á stuttum tíma eða haldið um borð.
Ekki urðu allir sáttir við þessa ákvörðun og enduðum við á að sigla þvert fyrir hafnarmynnið þannig að engin komst inn í höfnina, það voru ekki fallegar kveðjurnar frá skipstjórum Eyjabátanna sem vildu bjarga sýnum og sinna eigum, en eftir smá þrátefli sneru þeir við og fóru til meginlandsins aftur.
Við dormuðum svo fyrir framan hraunið sem rann að innsiglingunni og fylgdumst með hraða þess, til að geta komið síðustu Eyjamönnum og öðrum út úr höfninni áður en hún lokaðist alveg, þá voru að mig minnir allir komnir um borð og Vestmannaeyjar mannlausar, enda talin hætta á að höfnin lokaðist og eyjan klofnaði.
Eftir 1-2 Klst að mig minnir, var ákveðið að sigla aftur inn, því hraunrennslið var að hægja á sér hratt, þannig að siglt var inn og varðskipið notað sem stjórnstöð í Vestmannaeyjum, en öðru hvoru sigldum við upp að hraunjaðrinum til að fylgjast með hreyfingum hraunsins.
Á 2 eða 3 degi komu þeir menn til Vestmannaeyja sem minnst lof hafa fengið fyrir sýn störf, og þá miklu og þögulu leiðsögn sem þeir veittu í öllu björgunarstarfinu, strax í upphafi.
Þetta voru U.S Marine Corps (U.S.M.C.), Koma þeirra á staðinn var það sem þurfti til að koma skipulagi á verkefnið, okkar Íslensku björgunarsveitarmenn og skátar, ásamt sjálfboðaliðum voru í óskipulögðum hópum og hálf stefnulausir í fyrstu, en U.S.M.C. gengu skipulega til verks og fóru að negla fyrir glugga, til að stöðva rúðubrot og íkveikjur af heitum vikrinum, þá fóru Íslendingarnir líka að gera það, þá fór U.S.M.C. að moka vikri ofan af húsþökum til að minnka þungan sem var að brjóta niður þökin og kveikja í húsum, eftir smá stund áttuðu Íslendingarnir sig og fóru að gera þetta líka.
Þannig leiddi U.S.M.C . Íslenskar björgunarsveitir áfram án beinna fyrirskipana og voru sá hópur sem sýndi á ögurstundu, að með öguðum vinnubrögðum og samhæfingu, var hægt að áorka miklu á stuttum tíma og hef ég aldrei heyrt né vitað til þess að þeim hafi verið þakkað fyrir svo eftir væri tekið.
Þá var líka mikill munur á hegðun og viðhorfum, þegar við sigldum með björgunarmenn frá Vestmannaeyjum til að hvíla þá á öruggari stað, um borð í skemmtiferðarskipinu Gullfoss, það var skíta bræla og veltingur sem hentaði einmitt ekki hinu skelfilega lélega sjóskipi Árvakur.
Við fylltum dekkið af mannskap um kvöldið og sigldum út úr höfninni til að koma þeim um borð í Gullfoss, ég man að mér fannst þetta vera óttalega væskilsleg börn, en var samt sjálfur ekki nema 16 ára kjáni, þeir voru flestir strax sjóveikir og ældu eins og múkkar, hlupu þvers og kruss um skipið eftir því sem það valt á öldunum, og það var annað hvort mannþröng stjórnborðsmegin eða bakborðsmegin, svo rigndi líka til að gera þetta sem æðislegast fyrir alla.
Við sigldum upp að lunningunni á Gullfoss sem gnæfði yfir okkur sem bjarg ,og hafði snúið sér til að við gætum verið áveðurs, þar voru stigar hengdir utan á skipið til að mannskapurinn gæti klifrað um borð, hundblauta og skjálfandi tókum við þá og studdum yfir lunninguna, til að þeir gætu klifrað upp, en fyrir neðan skullu skipin saman með ógnarkrafti og hefði enginn lifað sem misst hefði takið og fallið niður á milli skipa, eftir nokkurn tíma var siglt frá, því bæði skipin voru orðin skemmd, við snerum okkur og þeir sér og svo var lagt aftur upp að og fleiri klifruðu upp stiga og um borð í Gullfoss, að endingu var þessu hætt sökum versnandi veðurs og skemmda á skipunum.
Við ferjuðum þessar fáu hræður sem voru eftir með slöngubátum en sigldum svo aftur inn til Vestmannaeyja og tókum U.S.M.C um borð, veðrið hafði versnað enn og kannski var það bara hræðsla í þeim frekar en gleði yfir skemmti túrnum, en þeir skræktu og hlógu á meðan við sigldum á milli skipana á slöngubátunum til að ferja þá á milli.
Hef lúmskan grun um að þeir hafi eitthvað verið að fela hræðsluna með þessu, því töluvert gekk yfir bátana.
Skömmu síðar fóru þeir á brott, enda Íslenskar sveitir búnar að ná tökum á þessu og hlutirnir farnir að ganga.
Kannski ættum við að reina að læra af þessu eitthvað svona 35 árum seinna ,og koma okkur upp hóp af atvinnumönnum í björgun, sem eru í fullu starfi við það að þjálfa sig og aðra til björgunar og forvarnastarfa.
En allavega takk fyrir aðstoðina U.S.M.C
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.5.2008 kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 21. janúar 2008
Vændi
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Varla frétt
Sé ekki hvaða fréttagildi þetta hefur, meira svona illt umtal.
Engin furða að Framsókn er að þurrkast út smá saman, sem betur fer.
Ef þú ert komin ofan í of djúpa holu, hættu þá að grafa.
![]() |
Segja bréf til framsóknarmanna vanhugsað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 18. janúar 2008
Fáranleg vinnubrögð
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17. janúar 2008
Hjá hverjum vinna þessir menn
Ríkislögreglustjóri með heimild til húsleitar hjá Skattrannsóknarstjóra
Fimmtudagur, 17. janúar 2008
Góð blaðagrein
Í Fréttablaðinu í dag, 17 Janúar 2008 er virkilega góð grein eftir Þorvald Gylfason.
Ég tók mér það leyfi að birta afrit hennar hér og lýsi jafnframt furðu minni á "Réttarríkinu" Íslandi.
Áfellisdómur að utan
Höfuðmarkmið réttarríkis er að halda uppi röð og reglu, verja rétt gegn röngu, lítilmagnann gegn stórlöxunum. Lögum og rétti er ætlað að vernda réttláta gegn ranglátum. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna heitir réttlætismálaráðuneyti. Það er viðeigandi nafngift í óskoruðu réttarríki, þar sem allir eru jafnir fyrir lögum. En lög og réttur snúast ekki eingöngu um réttlæti, heldur einnig um hagsmuni, því að menn getur greint á um réttlæti. Þessar átakalínur eru skýrar í lifandi réttarríkjum eins og Bandaríkjunum, en þær eru sljórri á Íslandi, þar sem löggjöfin, túlkun laga af hálfu dómstóla, gengnir dómar og lagaframkvæmd hafa löngum borið sterkan keim af ríkjandi stjórnmálahagsmunum, svo sem marka má til dæmis af skipan dómara fyrr og síðar. Margir lögfræðingar gera sér grein fyrir vandanum. Lögmannafélagið vill herða á hæfniskröfum til dómara til að girða fyrir geðþóttafullar mannaráðningar í dómskerfinu. Í nálægum löndum eru gerðar strangar hæfniskröfur til dómara. Nýju dómstólalögin frá 1998 ganga ekki nógu langt í þessa átt. Eins og sakir standa virðast meiri kröfur gerðar til héraðsdómara en hæstaréttardómara, þó með einni nýrri og nánast átakanlegri undantekningu.
Hæstiréttur ógilti kvótalögin 1998
Ísland hefur einnig þá sérstöðu meðal réttarríkja, að handhafar framkvæmdavaldsins hafa ekki vílað fyrir sér að fordæma úrskurði Hæstaréttar. Árið 1998 felldi Hæstiréttur dóm þess efnis, að synjun sjávarútvegsráðuneytisins á umsókn Valdimars Jóhannessonar um leyfi til fiskveiða bryti gegn jafnréttisákvæði í 65. grein stjórnarskrárinnar, en þar segir, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Formenn beggja þáverandi ríkisstjórnarflokka brugðust ókvæða við dóminum. Þegar 105 af 150 prófessorum í Háskóla Íslands þótti rétt að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu til varnar Hæstarétti, treysti enginn lagaprófessor sér til að skrifa undir. Einn þeirra sendi mér bréflega lýsingu á refsingunum, sem hann taldi sig mundu kalla yfir sig og fjölskyldu sína, ef hann fylgdi sannfæringu sinni.
Hæstiréttur snýr við blaðinu 2000
Skömmu síðar komu fiskveiðistjórnarlögin aftur til kasta Hæstaréttar. Þá snerist málið um menn, sem höfðu túlkað fyrri dóminn svo, að þeim hlyti að vera heimilt að róa án kvóta. Fimm dómarar af sjö sáu nú enga mismunun fólgna í fiskveiðistjórnarlögunum. Tveir dómarar af sjö staðfestu þó fyrri dóm, þar sem fiskveiðilögin voru talin leiða af sér mismunun, sem bryti gegn jafnræðisreglu 65. greinar stjórnarskrárinnar og atvinnufrelsisreglu 75. greinar, en þar segir: "Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess." Saman fela 65. grein og 75. grein í sér, að hvers kyns skorður við atvinnufrelsi í almannaþágu, þar á meðal skert fiskveiðiréttindi, verða að samrýmast jafnræði og mannréttindum. Kúvending Hæstaréttar í kvótamálinu 2000 leysti Alþingi að sinni undan þeirri kvöð að breyta fiskveiðilögunum til samræmis við ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnræði og atvinnufrelsi. Sinnaskiptin voru ekki til þess fallin að efla trú fólksins í landinu á hlutleysi og sjálfstæði Hæstaréttar. Mikill hluti þjóðarinnar vantreystir dómskerfinu svo sem vonlegt er.
Úrskurður Mannréttindanefndar SÞ 2007
Nú hefur Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í reyndinni ógilt síðari dóm Hæstaréttar í kvótamálinu með því að taka undir það jafnræðissjónarmið, sem við veiðigjaldsmenn höfum frá öndverðu haldið fram og Hæstiréttur staðfesti í fyrri dómi sínum 1998. Nefndin reisir úrskurð sinn á, að ókeypis úthlutun aflakvóta til þeirra, sem stunduðu veiðar 1980-83, brjóti gegn 26. grein Mannréttindasáttmála SÞ, sem er samhljóða 65. grein stjórnarskrár okkar. Úthlutunarregla laganna fullnægir ekki þeirri kröfu, að allir skuli sitja við sama borð, vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til efnahags. Alþingi þarf að bregðast við úrskurði nefndarinnar innan 180 daga. Þingið hlýtur að vilja virða álit Mannréttindanefndarinnar og bæta úr skák, því að ella verður Ísland úthrópað á alþjóðavettvangi, eins og Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur bent á. Útlagar viljum við ekki vera. Alþingismenn ættu allra sízt að reyna að skýla sér á bak við þá skoðun, að útvegsmenn séu stungnir af með sameign þjóðarinnar. Alþingi setti lögin, sem brjóta gegn Mannréttindasáttmála SÞ og einnig gegn stjórnarskránni, og Hæstiréttur dansaði með.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Moggin, 24 stundir og traust
Hvaða fjölmiðlum getum við treyst til að segja okkur sannleikan.
Flest okkar mynda sér skoðanir á mönnum og málefnum, með lestri og hlustun á svokölluðum "sannleika" fjölmiðlanna, eða áhorfi á sjónmiðlanna.
Trúverðugleiki allra þessara miðla er orðin ansi lítill og má þar nefna fréttastofu Ríkissjónvarpsins sem dæmi um áberandi misnotkun á trúnaði og trausti almennings.
Þar á bæ virðist það talið sjálfsagt að kokgleypa allt sem stjórnvöld og opinberar stofnanir láta frá sér, og það sem bankarnir og greiningardeildir þeirra segja, sérstaklega er áberandi opin aðgangur bankana með fullyrðingar um rísandi gengi hlutabréfa og góða framtíðarávöxtun, þrátt fyrir að tölfræði fortíðarinnar sýni þessa sömu aðila sem ábyrgðarlausa gasprara.
Þeir eru að notfæra sér það traust sem enn er til staðar á einstaka fjölmiðli, til að fá fólk í vafasamar fjárfestingar sem gagnast bönkunum frekar en trúgjörnu fólkinu.
Það er sorglegt að sjá hvernig skipulega virðist verið að rýja allt traust í samfélaginu og trúverðugleika.
Fjölmiðlarnir eru orðnir að bloggsíðum eiganda og stjórnenda sinna, blaðamennirnir eru orðnir að auglýsingarsölumönnum, ef þeir hafa ekki þegar selt sig og trúverðugleika sinn til stórfyrirtækja sem almannatengslastjórar, og verið er að kenna fólki að nota tengslanet sitt ( Vinir-Ættingjar og kunningjar) til að selja vörur og þjónustu, til að fullnýta nánasta traustið.
Ísland er fjölskyldu og ættarsamfélag sem haldið hefur sjó í gegn um aldirnar, og verið friðsamt vegna þessara miklu og nánu tengsla sem einkenna þetta samfélag.
Í dag er verið að kveikja elda um allt samfélagið, og skapa grundvöll fyrir upplausn sem engin kemur til með að geta sagt til um hvert muni leiða okkur.
Skrítið hvað sumt fólk, sem alist hefur hér upp við öryggi og fengið tækifæri til menntunar og þroska, leggur mikið kapp á að tortíma samfélaginu og setja skorður við því að næsta kynslóð fá sömu tækifæri og þau nutu.
Ég er farin að óttast Nýríkt fólk og Atvinnustjórnálamenn með eldfæri.
http://businessreport.blog.is/blog/businessreport/entry/414876/
Mánudagur, 14. janúar 2008