Það eru ekki öll fyrirtæki trausts verð

Vinkona mín fór að kvarta við mig vegna sms skilaboða sem hún fær reglulega, þetta eru tilkynningar um 99 krónu úttekt af frelsis reikning hennar sjá símanum.

Ég hringdi í 800-7000 og bað starfsfólk símans um að skýra þetta fyrir mér því konan sagðist aldrei hafa beðið um þessa þjónustu, ég fékk mér til undrunar upplýsingar um að Síminn leifði streymi.is að taka út af reikningum fólks og var einnig sagt að ég gæti ekki fengið yfirlit yfir þessar úttektir frá Símanum og var vísað á þann sem væri að taka út af reikningnum, ábyrgðarleysið greinilega algert hjá Símanum og greinilega algert glapræði að treysta þeim fyrir fé.

Ég fékk þær upplýsingar hjá Netmiðlun sem rekur Streymi.is að þeir tækju þessa peninga út af reikningum samkvæmt beiðni Bloggar.is og sögðust hafa gert samning við þá um að allar svona úttektir færu ekki fram nema staðfesting rétthafa símans lægi fyrir.

 Ég hætti að rekja þetta þar sem starfsmaðurinn hjá netmiðlun samþykkti að loka fyrir þessar sjálfvirku úttektir strax og ég veit orðið að svona mál enda venjulega í endalausum vísunum á einhvern annan en viðmælanda hverju sinni.

Þegar skoðuð voru þau sms sem enn voru til staðar í símanum kom í ljós að þessar úttektir eru til skráðar frá 2008 og hafa verið gerðar mánaðalega, konan sagðist hafa talað við síman nokkru sinnum og þeir vísuðu henni ávalt á símanúmer sem ekki hefði verið svarað í þannig að hún gafst fyrir rest upp á ruglinu og hundsaði þessar tilkynningar.

Ég vill biðja fólk um að gæta að sér því svör Símans eru furðulega ábyrgðarlaus, Síminn selur frelsis kort sem er fyrirfram greidd notkun, hugsum okkur að þetta sé svona svipað og að við leggjum fé inn á bankabók til að eiga fyrir væntanlegum útgjöldum, við kæmum svo í bankann til að taka út og væri þá sagt að það væri annar búin að taka út peningana sem þú treystir bankanum fyrir og bankinn gæti ekki sagt þér neitt um þessar úttektir því þú yrðir að spyrja þann sem tók út af reikningnum þínum, þar sem bankinn hefði enga skráningu yfir úttektir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband