Telja sig yfir lög hafnir

Það á að draga þá þjóðarleiðtoga sem Írakstríð hófu fyrir stríðsglæpadómstól og láta þá svara til saka fyrir hvert einasta mannslíf sem þar hefur verið fórnað.
Vesturlönd hreykja sér sem lýðræðis og réttarríki en haga sér svo sem glæpalýður gagnvart þeim sem bugta sig ekki fyrir vilja þeirra og eða eiga eitthvað sem vesturlöndum vantar að eignast.
Vilji fólk frið í heiminum verður að sjá til þess að enginn geti ráðist inn í annað fullvalda ríki án þess að þurfa að svara til saka ef samþykki sameinuðu þjóðanna liggur ekki fyrir, og þar eiga vesturveldin að vera fyrirmynd með því að draga leiðtoga hinna viljugu ríkja fyrir dóm.

mbl.is Innrásin í Írak ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Og þeir sömdu lög sem gera þá það..einsog við Íslendingar vitum, verst við studdum bæði stríðið og þessi ólög.

Einhver Ágúst, 26.1.2010 kl. 11:50

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Lögum má breyta og mér fyndist það sjálfsagt að bæði Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson mættu í dómssal.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.1.2010 kl. 11:56

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Maður jafnar sig sennilega aldrei á því að tveir Íslendingar skuli hafa leyft sér að breyta Íslandi úr friðsamri þjóð í þjóð sem styður stríð.  Að þeir skuli hafa gefið sjálfum sér það vald, var, er og mun alltaf verða óskiljanlegt og ófyrirgefanlegt.

Davíð og Halldór fyrir dóm. 

Anna Einarsdóttir, 26.1.2010 kl. 12:34

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já það er í lagi að lesa yfir þessum vanhæfu ráðamönnum sem stíra og stýrðu okkur í átt að hruni og eftir hrun lítil sem eingin breyting hefur átt sér stað!

Sigurður Haraldsson, 28.1.2010 kl. 18:53

6 Smámynd: Hörður Halldórsson

2003-2005 förum við Íslendingar að beygja í vitlausa átt.

Hörður Halldórsson, 28.1.2010 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband