Franski spítalinn í Fáskrúðsfirði verði endurbyggður, ofl

Við viljum að franski spítalinn í Fáskrúðsfirði verði endurbyggður!

 

Hópur sem ber þetta nafn hefur verið stofnaður á Facebook.

Arkitektinn M. Bald teiknaði húsið og viðurinn í það kom tilsniðinn frá Noregi 1903, endurbygging hússins og jafnvel flutningurinn á Fáskrúðsfjörð er dæmi um verkefni sem atvinnuleysistryggingasjóður ætti að fjármagna í samvinnu við til dæmis verkmenntaskólann á Norðfirði,Fjarðabyggð ofl.

Það er varla hægt að fá betra verkefni til að nota sem námsefni í til dæmis endurbyggingu gamalla húsa, minjavörslu, ofl.

Sveitarfélagið á staðnum getur aðstoðað við gerð umsókna um stuðning vinnumálastofnunar vegna launa, við útvegun kennara og eða annarra aðila sem geta útskrifað þátttakendur í námskeiðslok, styrki mætti sækja um hjá til dæmis samfélagssjóð Alcoa, BYKO,Húsasmiðjunni, Ferðamálaráði, Byggðastofnun, aðilum í Frakklandi og þannig mætti telja áfram upp möguleika.

Það gerist nánast ekkert að sjálfu sér svo drífa verður í að koma saman undirbúningsnefnd sem getur skipað eða ráðið verkefnisstjóra til að koma verkefninu af stað sem allra fyrst.

 

Það er verðugt verkefni að stofna samtök um uppbyggingu þeirra menningaverðmæta sem eru að grotna niður um allt land vegna hirðuleysis af ýmsum ástæðum, hið opinbera er í eðli sínu bæði dug og framtakslaust en eyðir óhemju tíma í að viðhalda sjálfu sér eins og rekstur fjölmargra opinberra stofnanna er dæmi um.

Opinberir starfsmenn vilja halda sínum störfum sem er ósköp eðlilegt en fá nánast aldrei fjárveitingar til að framkvæma neitt nema einhver þingmaðurinn sýni verkefnum skilning og ýti þeim inn í fjárlagagerðina til samþykkta.

 

Nú á tímum atvinnuleysis er grátlegt að horfa upp á blómstrandi dug og framtaksleysið sem einkennir handónýtt stjórnkerfið, þar sem búið er að safna oft á tíðum inn í yfirmannastöður ákvarðana fælnum einstaklingum sem óttast þá ábyrgð sem fylgir sjálfstæðum ákvörðunum og hafa mótað kerfi sem byggist á að vera, en ekkert að gera án beinna fyrirmæla, svona ESB dugleysis fyrirkomulag.

 

Það þekki ég af reynslu að fjölmargt er hægt að gera án þess að kosta miklu til í atvinnumálum, á atvinnuleysisskrá eru þúsundir fólks sem fær greiðslur mánaðarlega og það er því miljarða sóun að leifa þessu fólki ekki að leggja fram starfskrafta sína með vinnu við uppbyggjandi verkefni sem jafnframt geta verið sem menntunar auki fyrir þátttakendur og verið öllum verðmæta auki til framtíðar.

 

Að bíða eftir frumkvæði frá þeim sem kosnir voru á þing og liggja nú í skotgröfum hins pólitíska argaþras og sjálfshygli er tímasóun, ég hvet því alla til að taka þátt og eða það sem betra er að stíga fram og kalla til allra hinna svo góð verk fái brautargengi sem fyrst.

 

Gerum þetta bara sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kannski að betra og heppilegra væri að endurgera húsið í sem upprunalegustu mynd. Eins og núverandi hús er í mikillri niðurníðslu þá verður það ekki mikið nýtilegt úr upprunalegri byggingu. Það eru helt burðarviðir en þeir eru sennilega ekki lengur góðir.

Vonandi gengur þetta mál eftir bæði fljótt og vel.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2010 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband