Framfara spor eru lofsverð

Það er gott ef fólk leitar saman að lausnum og betur sjá augu en auga, þetta framtak íbúa á Álftanesi er til fyrirmyndar og ætti að vera öðrum íbúum skuldsettra sveitarfélaga fyrirmynd til eftirbreytni áður en fleiri sveitarfélög verða komin í sömu stöðu.

Hér á austurlandi virðist vera víða brostin á flótti úr röðum sveitarstjórnarmanna sem tóku lán og fjárfestu duglega í góðærinu þannig að núna þegar þörf er á að ráðast í framkvæmdir til að halda atvinnulífinu gangandi eru nánast allir sjóðir tómir og skuldsetningin að verða slík að verkefni næstu sveitarstjórnar er að skera niður inn að beini til að lifa út næsta kjörtímabil.

Framfara spor eru lofsverð og viðbrögð íbúa á Álftanesi tel ég vera leiðbeinandi um hvernig ber að bregðast við vandanum sem er framunda, það nefnilega besta lausnin að fá væntanlega greiðendur lánanna til að taka þátt í niðurskurði útgjalda og forgangsröðun verkefna.


mbl.is Íbúar Álftaness búnir að fá nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband