Mánudagur, 22. febrúar 2010
Hópslys á austurlandi
Þegar þetta er skrifað eru fréttir óljósar en ég vona að engin sé alvarlega slasaður, ástæða skrifanna er til að vekja athygli á því að flytja verður slasaða til Neskaupsstaðar og þó flug hálka sé er fært þangað núna, ef einhver er illa slasaður þarf sjúkraflug til Akureyrar frá Egilsstaðarflugvelli.
Hér er mynd sem sýnir ástandið á vegakerfinu núna og það hefði geta verið verra.
Er ekki ráð að endurskoða heildarmyndina varðandi staðsetningu staða sem geta veitt skyndihjálp á Íslandi og fara að vinna með heildarmyndina í huga í stað þess að byggja eitt stórt hátæknisjúkrahús í Reykjavík en fjársvelta um leið landsbyggðina og þar með tel ég Reykjanesskagann.
Oft er talað um að heimskur maður setji öll eggin í sömu körfuna og sú speki kemur mér oft upp í huga varðandi hátæknisjúkrahúsið sem reist er á hugsanlegu svæði eldgosa og jarðskjálfta, í stað þess að halda því sem til er gangandi, og reisa tvö minni hátæknisjúkrahús í sitt hvorum landshlutanum.
Níu fluttir á sjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Heilbrigðismál, Löggæsla | Facebook
Athugasemdir
Fullkomlega réttmæt athugsemd!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.2.2010 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.